Fasteignaleitin
Skráð 17. júní 2024
Deila eign
Deila

Hallgerðargata 3

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
57.8 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
55.900.000 kr.
Fermetraverð
967.128 kr./m2
Fasteignamat
63.250.000 kr.
Brunabótamat
41.750.000 kr.
Mynd af Páll Konráð Pálsson
Páll Konráð Pálsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2506156
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Nýlegt
Raflagnir
Nýlegt
Frárennslislagnir
Nýlegt
Gluggar / Gler
Nýlegt
Þak
Nýlegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Vestur svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
6 - Fullgerð án lóðarfrágangs
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Á aðalfundi 2024 var samþykkt að mála fyrstu hæð. Samþykkt var að setja stálkanta á horn í geymslugangi og gangi frá bílakjallara. Einnig samþykkt að stjórn aflaði tilboða í hurðapumpur. Stjórn er að skoða minniháttar breytingar á djúpgámum og verður það kynnt síðar. Sjá nánar í aðalfundargerð 21.03.24. Ákveðið að skipta málmagámum út fyrir lífræan úrgang og á verkefnaskrá húsfélagsins að glergámar verði að pappírsgámum. Stjórn hefur óskað eftir tilboðum frá Terra varðandi breytingar á gámum og aðgangsstýringu þar sem lykllar kæmu í stað dropa. 

Unnið að því að koma loftskiptakerfi í fullkomið lag í samstarfi við Ísloft. Talin þörf á reglulegu eftirliti og mun Eignaumsjón leita eftir tilboðum í þjónustuna.

Fyrirhugað að skipta út fjórum stálhurðum. Eignaumsjón mun aðstoða hússtjórn við að afla tilboða í framkvæmd verksins.

Ákveðið hefur verið að fjölga hleðslustöðvum og samningur við Parka til endurskoðunar hvað það varðar.
 
Gallar
Annað sem varðar húsfélagið: Vegna galla þá hefur verið kallaður til matsmaður sem kemur til með að fara í skoðun á öllum eignum hússins.  Á aðalfundi 2024 var farið yfir stöðu í málaferlum vegna verktaka og byggingaraðila. Meðal anars kom fram að matsmál sé komið vel á veg og afstaða húsfélagsins er að reyna að sleppa við að verða aðili að málinu. Sjá nánar í aðalfundargerð 21.03.24.

Gestur Gunnarsson hjá Draupni lögmannsstofu hefur verið ráðinn sem nýr lögmaður húsfélagsins.Unnið hefur verið að samkomulagi vegna fyrningargrests og að undirbúningi samkomulags um að ákveðnum framkvæmdum verði lokið óháð málaferli á milli 105 Miðborgar og ÍAV.

Hússtjórn leggur mikið upp úr því að fulltrúar 105 Miðborgar/Íslandssjóða standi við sínar skuldbindingar sem söluaðii hvað sem málaferlum þeirra við verktakanna líður.


 
***OPIÐ HÚS FELLUR NIÐUR***

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

LIND fasteignasala & Páll Konráð kynna í einkasölu: Falleg og vönduð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með gólfhita og aðgengi að bílastæði í bílastæðahúsi í þessu glæsilega húsi "STUÐLABORG" við Hallgerðargötu 3 við Kirkjusand í Reykjavík, steinsnar frá miðborg Reykjavíkur og í mikilli nálægð við Laugardalinn.


Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali,  S:820-9322, pall@fastlind.is

Um er að ræða 57,8 fermetra (þar af 10,3 fm geymsla) 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með vestur svölum sem skiptist í: Anddyri, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél, eldhús, stofu, og hjónaherbergi.


Harðparket er á allri íbúðinni fyrir utan baðherbergi en þar eru flísar. Innréttingar og tæki eru af viðurkenndum og vönduðum gerðum.  Borðplötur innréttinga eru úr kvartsteini. Gólfhitakerfi er í öllum íbúðum og njóta gólfsíðir gluggar byggingarinnar sín þannig eins og best verður á kosið.  Öll rými eru að fullu loftræst.  Alls eru bílastæði fyrir rúmlega 1000 bifreiðar í sameiginlegri bílageymslu undir svæðinu, Bílastæði í vönduðu bílastæðahúsi fylgir til afnota með hverri íbúð gegn vægu rekstrargjaldi. Þar sem auðvelt aðgengi er að rafhleðslustöðvum. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur er í eldhúsinnréttingu.

Stuðlaborg er nýlegt hús á einstökum stað við strandlengjuna í jaðri Laugardalsins, samtengt viðskiptahverfinu í Borgartúni og sjónrænni tenginu við miðbæinn og höfnina. Sannkallað miðborgarhverfi þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, sem og útivist við Laugardalinn og strandlengjuna.
Stuðlaborg er 77 íbúða bygging í 5 stigagöngum. Innréttingar og tæki eru af viðurkenndum og vönduðum gerðum.  Borðplötur innréttinga eru úr kvartsteini. Gólfhitakerfi er í öllum íbúðum og njóta gólfsíðir gluggar byggingarinnar sín þannig eins og best verður á kosið.  Öll rými eru að fullu loftræst.  Alls eru bílastæði fyrir rúmlega 1000 bifreiðar í sameiginlegri bílageymslu undir svæðinu, Bílastæði í vönduðu bílastæðahúsi fylgir til afnota með hverri íbúð gegn vægu rekstrargjaldi. Þar sem auðvelt aðgengi er að rafhleðslustöðvu
m. 

Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali,  S:820-9322, pall@fastlind.is

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vífilsgata 5
3D Sýn
Skoða eignina Vífilsgata 5
Vífilsgata 5
105 Reykjavík
56.9 m2
Fjölbýlishús
312
965 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Miklabraut SELD 78
Miklabraut SELD 78
105 Reykjavík
73.7 m2
Fjölbýlishús
212
772 þ.kr./m2
56.900.000 kr.
Skoða eignina Dvergaborgir 8
3D Sýn
Opið hús:24. júlí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Dvergaborgir 8
Dvergaborgir 8
112 Reykjavík
67 m2
Fjölbýlishús
211
819 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Boðagrandi 5
Opið hús:24. júlí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Boðagrandi 5
Boðagrandi 5
107 Reykjavík
52 m2
Fjölbýlishús
211
1037 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin