ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Baldursgarður 10, birt stærð 193.5 fm á 875 fm lóð. Skemmtilega skipulagt einbýlishús með fjórum svefnherbergjum en möguleiki er að hafa útleigu á íbúð í skúr.Fallegt einbýlishús með skemmtilegu skipulagi á vinsælum stað í Reykjanesbæ, Heiðarskólahverfi. Eignin er skráð 193.5fm. Í hluta af bílskúr er möguleiki á útleigueiningu með svefnherbergi, baðherbergi og eldhúskrók. Sér inngangur er í rýmið en einnig innangengt í hana frá íbúðarhluta gegnum þvottahús. Fremsti hluti bílskúrsins er nýttur sem rúmgóð geymsla.
Eignin samanstendur af bjartri stofu, borðstofu, opnu eldhúsi, rúmgóðu holi með arni, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum auk svefnherbergis og baðherbergis með sturtu í skúr alls fjögur svefnherbergi. Forstofa er rúmgóð og innaf er forstofusalerni. Aflokaður sólpallur er til suður með heitum potti. Þvottahús með geymslu innaf. Gott bílaplan.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is. Nánari lýsing eignar:
Forstofa með flísum og skáp
Forstofu WC með salerni og vaskaskáp
Hol er parketlagt með arin og hurð út á suður-sólpall með heitum pott
Stofa og borðstofa eru samlyggjandi með parket á gólfi
Eldhús með eikar-innréttingu og parket á gólfi. Innbyggð uppvöskunarvél.
Forstofu svefnherbergi með parketi og skáp
Barnaherbergi með parket og skáp
Baðherbergi flísalagt með walk in sturtu, baðkari, upphengdu salerni, skúffi innréttingu og spegla-ljósaskáp.
Hjónaherbergi með parket og skáp
Þvottahús með góðri innréttingu og skolvask ásamt geymslu
Bílskúr / íbúðarrými. Þar er búið að stúka af fjórða svefnherbergið, salerni með sturtu og geymslu í enda skúrs með bílskúrshurð. Innangengt í rýmið frá skoti bakatil.
Aðkoma eignarinnar er rúmgott hellulagt bílaplan með snjóbræðslu fyrir fjóra bíla. Lóð er tyrfð og með gróðri og trjám. Sólpallur ca 85 fm með heitum pott.
Húsið hefur fengið reglubundið viðhald, þakkantur endurnýjaður, búið að endurnýja bæði baðherbergin, neystuvatnslagnir endurnýjaðar að hluta.
Staðsetning eignarinnar er frábær, hverfið er í laut og því skjólsamt og pallur snýr í suður. Stutt er bæði í Holta og Heiðarskóla og stutt göngufæri í miðbæ Reykjanebæjar.
Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.