Borgir fasteignasala kynnir eignina Kotabyggð 15, 606 Akureyri, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer
233-8953 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Kotabyggð 15 er skráð sem hér segir sumarhús á 1792 fm eignarlóð.
Birt stærð húsanna er 179.4 fm.
SÖLUYFIRLITNánari lýsing eignar:Viking Cottages er glæsilegur gististaður, staðsettur í Vaðlaheiði á móti Akureyri. Gististaðurinn samanstendur af þremur sumarhúsum sem eiga það sameiginlegt að vera með frábært útsýni yfir Eyjafjörðinn. Um er að ræða þrjár leigueiningar á einu fastanúmeri brúttóstærð er 285m2 en nettó 179,4m2 sökum súðar á efri hæð húsanna.
Hér er frábært atvinnutækifæri í ferðaþjónustu á vinsælum en skjólgóðum stað við Akureyri.- Viking Cottages býður upp á hágæða gistingu allt árið um kring og veltir ca 33 milljónum á ári.
- Stórkostlegt útsýni inn Eyjafjörðinn er frá húsum 15A og 15B. Úr húsi 15C er útsýni í átt að Akureyri.
- Akureyri er í 7 mínútna akstursfjarlægð frá húsunum og Skógarböðin í 4 mínútna fjarlægð.
- Öflugt bókunarkerfi og frábær einkunn og umsögn gesta bæði á Airbnb, Expedia, Booking og vikingcottages.is.
- Allt innbú, rekstarvörur, lén, heimasíða og aðgangur að bókunarkerfum fylgja með í kaupum að verðmæti ca 20m.
- Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti með tilkomu Skógarbaðanna í næsta nágrenni og auknu beinu flugi til Akureyrar.
- Framvirkar bókanir sem fylgja sölunni eru ca 27 milljónir.
Öll húsin eru hönnuð af Arnari Jónssyni hjá Arkís arkitektastofu, fullinnréttuð og allur húsbúnaður og húsgögn fylgja ásamt 3 útigrillum og 3 hitaveitupottum.
Við byggingu og skipulag húsanna hefur verið vandað mjög til verks og má þar nefna að allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr krossviðsplötum, og einnig veggir og gólf nema á jarðhæð er steypt gólf. Á baðherbergjum eru vandaðar ítalskar flísar. Við efnisval og innbú er einnig vandað val en þar má nefna Natuzzi leðursófa og stóla, ljós frá Lumex, rúmin eru Þór frá Svefn og heilsu, náttborð frá Fako, Bang og Olufsen hljómkerfi og Vola blöndunartæki frá Tengi er i öllum húsunum. 3 hitaveitupottar með loki og 3 útigrill frá Weber. Leirtau er úr handgerðum leir og eldhúsáhöld eru einnig vönduð. Allt lín, handklæði og sloppar eru sérmerkt Vikingcottages með logo og nafni.
Áhugasamir geta fengið senda kynningu og rekstrartölur.
Hér er linkur á vefsíðu gististaðarins
Viking CottagesHús 15A:
Nútímalegt, rúmgott og vel skiplagt með hárri lofthæð. Íbúðin er með sér verönd með heitum potti sem snýr í hásuður Stórir gluggar í stofu í átt að Akureyri.
Tvö svefnherbergi annað er á neðri hæð og hitt er á efri hæðinni, skápur í herberginu á neðri hæð. Baðherbergi flísalagt að stórum hluta með walk inn sturtu og upphengdu salerni. Þvottaðastaða fyrir þvottavél og þurrkara í lokuðum skáp, flísar á gólfi á baðherbergi en steypt á neðri hæð og hertur krossviður á efri hæð. Sér bílastæði fyrir framan húsið.
Hús 15B:
Nútímalegt, rúmgott og vel skiplagt með hárri lofthæð. Íbúðin er með sér verönd með heitum potti sem snýr í hásuður.
Tvö svefnherbergi annað er á neðri hæð og hitt á efri hæðinni, skápur í herberginu á neðri hæð . Baðherbergi flísalagt af stórum hluta með walk inn sturtu og upphengdu salerni og opnanlegur gluggi. Þvottaðastaða fyrir þvottavél og þurrkara í lokuðum skáp, flísar á gólfi á baðherbergi en steypt á neðri hæð og hertur krossviður á efri hæð. Sér bílastæði fyrir framan húsið.
Hús 15C:Nútímalegt, rúmgott og vel skiplagt með hárri lofthæð. Íbúðin er með sér verönd með heitum potti sem snýr í norðvestur.
Eitt svefnherbergi.Baðherbergi flísalagt af stórum hluta með walk inn sturtu og upphengdu salerni. Þvottaðastaða fyrir þvottavél, flísar á gólfi á baðherbergi en steypt á neðri hæð og hertur krossviður á efri hæð. Sér bílastæði fyrir framan húsið.
Umhverfi:
Mikil kyrrð og ró er yfir öllu svæðinu þrátt fyrir nálægð við Akureyri og er hentugt fyrir þá sem vilja njóta friðsæls umhverfis. Ekki skemmir hvað svæði er
myrkt og gefur góð tækifæri á að sjá Norðurljósin. Mikið úrval er af veitingastöðum bæði á Akureyri og í nágrenni.
Í nágrenninu eru náttúruperlur eins og Goðafoss, Mývatn, Súlur, Húsavík og Grímsey.
Nánari upplýsingar veita:
Bjarklind Þór, Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur Bjarklind@borgir.is.
Jóhanna M Jóhannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8200788, tölvupóstur Johanna@borgir.is
Guðlaugur Magnússon, í síma 8211000, tölvupóstur Gudlaugur@borgir.is