Fasteignaleitin
Skráð 11. sept. 2025
Deila eign
Deila

Geirþrúðarhagi 4A 204

FjölbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
87.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
67.900.000 kr.
Fermetraverð
773.349 kr./m2
Fasteignamat
52.400.000 kr.
Brunabótamat
57.250.000 kr.
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Löggiltur fatsteigna og skipasali
Byggt 2020
Garður
Fasteignanúmer
2503688
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
4
Vatnslagnir
Gott svo vitað sé
Raflagnir
Gott svo vitað sé
Frárennslislagnir
Gott svo vitað sé
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Gott svo vitað sé
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita - Ofnar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kasa fasteignir 461-2010.

Geirþrúðarhagi 4A 204. Björt og falleg 4. herbergja 87,8 fm. íbúð með sér inngangi á efri hæð í vestur enda í litlu fjölbýlishúsi í Hagahverfi, fallegt útsýni er úr íbúðinni.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu ásamt sér geymslu á hæð og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.

Forstofa / gangur: Ljóst harð parketi á gólfi þar er fatahengi með litlum skáp, einnig er laus skápur í forstofu.
Eldhús: dökk innrétting, hluti efri skápa eru hvítir og viðarplata milli skápa, innbyggður ísskápur með frysti og uppþvottavél.  Ofn í vinnuhæð.
Stofa og eldhús: Eru saman í opnu rými þar sem ljóst harð parket er á gólfi, gluggar til tveggja átta og rennihurð út á steyptar suður svalir, þar er mikið og gott útsýni.
Svefnherbergi: Eru þrjú, öll með ljósu harð parketi á gólfi og svörtum plastlögðum fataskápum. 
Baðherbergi: er með gráum flísum á gólfi og hluta veggja, hvít innréttingu og speglaskáp, upphengdu salerni og sturtu með gleri. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara er í innréttingu.
Sér  geymsla er  á hæðinni og er hún flísalögð og  opnanlegur gluggi á henni.

- Vandaðar innréttingar.
- Innbyggður ísskápur með frysti og uppþvottavél fylgja með við sölu eignar.
- Hljóðdempandi plötur í öllum loftum íbúðar nema baðherbergi.
- Innfelld led-lýsing í öllum rýmum íbúðar og Shelly snjallstýring.
- Aukin lofthæð.
- Sér bílastæði með tengi fyrir rafbíl.

Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
Ester - nemi til löggildingar fasteignasala á ester@kasafasteignir.is eða í síma 661-3929. 

Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða kasa@kasafasteignir.is

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/03/20203.040.000 kr.36.800.000 kr.87.8 m2419.134 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sómatún 3 íbúð 101
Sómatún 3 íbúð 101
600 Akureyri
96.1 m2
Fjölbýlishús
312
708 þ.kr./m2
68.000.000 kr.
Skoða eignina Hafnarstræti 26B 202
Hafnarstræti 26B 202
600 Akureyri
93.5 m2
Fjölbýlishús
412
748 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarnagata 35 - 103
Kjarnagata 35 - 103
600 Akureyri
97.5 m2
Fjölbýlishús
413
681 þ.kr./m2
66.400.000 kr.
Skoða eignina Sómatún 3 íbúð 201
Sómatún 3 íbúð 201
600 Akureyri
97 m2
Fjölbýlishús
312
701 þ.kr./m2
68.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin