Fasteignaleitin
Skráð 18. mars 2025
Deila eign
Deila

Galtalind 15

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
112.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
85.900.000 kr.
Fermetraverð
764.915 kr./m2
Fasteignamat
76.150.000 kr.
Brunabótamat
54.450.000 kr.
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1997
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2225952
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
sagt í lagi
Raflagnir
sagt í lagi
Frárennslislagnir
sagt í lagi
Gluggar / Gler
sagt i lagi
Þak
sagt í lagi
Svalir
suðvestur svalir
Upphitun
ofnakerfi
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Nudd í parketi í einu barnaherbergi. 
Berglind Hólm og RE/MAX kynna: Sérlega vel skipulögð og vel umgengin 4ra herbergja íbúð á 2.hæð (gengið upp ½ hæð frá aðalinngangi) í góðu fjölbýlishúsi á besta stað í Kópavogi. Húsið er frábærlega staðsett í göngufæri frá Lindaskóla, verslunarkjarnanum Lindum og Smáralind. Í eigninni eru 3 góð svefnherbergi, rúmgóð og björt stofa + borðstofa, rúmgott eldhús, baðherbergi með glugga, baðkari og sturtuklefa og sér þvottaherbergi innan íbúðar. Næg bílastæði eru við og í nágrenni við húsið og búið er að setja upp hleðslustaura fyrir rafmagnsbíla á bílastæði hússins.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
 
Nánari lýsing eignar:

Komið er frá bílaplani inn í anddyri hússins. Frá anddyrinu er gengið upp ½ hæð að íbúðinni sjálfri.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum fataskáp sem nær upp í loft.
Þvottaherbergi: Við hlið forstofunnar er mjög rúmgott þvottaherbergi sem einnig nýtist vel sem auka geymsla. Flísar eru á gólfi, stórir og miklir skápar, vinnuvaskur og hillur.
Stofa + borðstofa: Þegar komið er inn úr forstofunni er hol sem skilur á milli svefnherbergisálmu og alrýmis. Stofan og borðstofan eru saman í opnu rými með parketi á gólfi. Góðir gluggar eru í rýminu sem snúa í suðvestur. Opið er að hluta yfir að eldhúsinu. Veggurinn sem skilur á milli stofu og eldhús er léttur og hægt að opna á milli ef kaupendur kjósa að hafa stofu og eldhús saman í opnu rými.
Eldhús: Eldhúsið er mjög rúmgott með góðri innréttingu með miklu skápaplássi og góðu vinnurými. Á milli efri og neðri skápa eru hvítar flísar. Parket er á gólfi. Rými er fyrir borðkrók við glugga. Útgengt er á suðvestur svalir frá eldhúsinu sem ná útsýni vestur yfir kópavoginn.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum. Bæði er baðkar og sér sturtuklefi í rýminu. Hvít innrétting er undir vaskaborði sem er með ljósri steinborðplötu og vaski. Á vegg fyrir ofan innréttinguna er veggfastur skápur ásamt stórum spegil með góðri hulinni lýsingu. Opnanlegur gluggi er í rýminu.
3 x svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú. Öll herbergin eru með parketi á gólfi og fataskápum sem ná upp í loft.
Geymsla: Í sameign ( ein hæð niður frá íbúðinni) er geymsla sem skráð er 6 m2. Eins og áður er minnst á er einnig gott geymslupláss í þvottaherberginu innan íbúðar.
Sameign: Í sameign er góð hjóla- og vagnageymsla. Hægt er að ganga beint út frá hjólageymslunni út á lóðina á bak við húsið. Í bakgarðinum er leiksvæði fyrir börn.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/04/200720.650.000 kr.27.700.000 kr.112.3 m2246.660 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Álalind 3
Opið hús:22. apríl kl 17:00-17:30
Skoða eignina Álalind 3
Álalind 3
201 Kópavogur
104.9 m2
Fjölbýlishús
413
838 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 28
Bílastæði
Skoða eignina Sunnusmári 28
Sunnusmári 28
201 Kópavogur
98.3 m2
Fjölbýlishús
312
843 þ.kr./m2
82.900.000 kr.
Skoða eignina Lautasmári 5
Skoða eignina Lautasmári 5
Lautasmári 5
201 Kópavogur
105.1 m2
Fjölbýlishús
413
789 þ.kr./m2
82.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 4 606
Bílastæði
Sunnusmári 4 606
201 Kópavogur
84 m2
Fjölbýlishús
312
1046 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin