Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna í einkasölu fallega og glæsilega íbúð á 3. hæð með aukinni lofthæð í hjarta miðborgarinnar við Tryggvagötu í Reykjavík. Eignin er í vönduðu lyftuhúsi sem var byggt 2017 og er hún öll hönnuð með hliðsjón af miklum gæðum, þægindum og glæsileika. Mikið er lagt upp úr hljóðeinangrun í húsinu, jafnt gagnvart hljóðum utanhúss sem og á milli hæða og íbúða. Hjólastólaaðgengi er í allar íbúðir og sameignarrými hússins. Íbúar geta sótt um íbúakort bílastæðasjóðs.
Hiti er í öllum gólfum. Free@home stýrikerfi fyrir ljós og myndavéladyrasíma. Snertilaust lyklaaðgengi í allar íbúðir, sameignarrými og útihurðir.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 111,2fm. og þar af er geymsla 2,2fm.
Nánari lýsing:
Anddyri með góðum fataskáp frá HTH og parket á gólfi.
Eldhús er samliggjandi stofurýmum og skiptir því skemmtilega upp, stór eyja með spanhelluborði, fallegar viðar borðplötur, innréttingar frá HTH, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa björt og rúmgóð með gólfsíðum gluggum og parket á gólfi. Útgengt er út á suðursvalir.
Sjónvarpsstofa norðanmegin við eldhús með parket á gólfi.
Baðherbergi með góðri innréttingu, upphengdu salerni, walk-in sturtu og flísar á gólfi og að hluta til á veggjum. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi bjart með gólfsíðum gluggum og parket á gólfi. Útgengt er út á norðursvalir úr herberginu.
Fataherbergi er inn af hjónaherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi er innaf fataherbergi með upphengdu salerni, baðkari með sturtu og flísar á gólfi og að hluta til á veggjum.
Svefnherbergi II bjart og rúmgott, fataskápur frá HTH, gólfsíðir gluggar og parket á gólfi.
Geymsla er í sameign í kjallara
Dagnotkunar hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð og langtíma hjóla- og vagnageymsla í kjallara.Inngangar í húsið eru frá Tryggvagötu og Geirsgötu og lyklalaust aðgengi er í sameign og í íbúðir. Einstaklega glæsileg sameign, með marmara á gólfum á jarðhæð og sjónsteypu ásamt listaverkum eftir Leif Breiðfjörð. Tveir stigagangar eru í húsinu með lyftum og stigahúsum með hljóðdempandi teppi, sjónsteypu og glerhandriðum.
Eignin er miðsvæðis og göngufæri í alla þá skemmtilegu afþreyingu, veitingastaði og kaffihús sem miðbærinn, Grandinn og gamli Vesturbærinn hafa upp á að bjóða.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is