Fasteignaleitin
Skráð 8. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Fjarðarsel 23

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
276.5 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
115.000.000 kr.
Fermetraverð
415.913 kr./m2
Fasteignamat
122.200.000 kr.
Brunabótamat
116.600.000 kr.
Mynd af Snorri Björn Sturluson
Snorri Björn Sturluson
Hdl., Löggiltur fasteignasali. Eigandi.
Byggt 1979
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2057001
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunlegar - Ekki vitað
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar - Ekki vitað
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugað er að setja nýjar hurðir á bílskúrana. Eigendur skúrana eru sammála um að hver eigandi greiði fyrir sína hurð en leita á tilboða til að fá hagstætt verð og sama útlit sbr. yfirlýsingu húsfélagsins fyrir húsfélagið utan um bílskúrana dags. 9.11.2024. Samkvæmt seljendum er ekkert formlegt húsfélag starfandi við raðhúsalengjuna við Fjarðarsel 19-23 og ekki verið að greiða í hússjóð fyrir húsin, einungis bílskúrana. Samkvæmt seljenda er sprunga ofarlega á austurgafl hússins sem hefur lekið inn úr og þarnast lagfæringar. Lekans hefur verið vart í hjónaherbergi og stofu. Einnig hafði verið borað í gegnum austurgafl hússins fyrir gervihnattadiskum fyrir mörgum árum.
Gallar
Samkvæmt seljenda er sprunga ofarlega á austurgafl hússins sem hefur lekið inn úr og þarnast lagfæringar. Lekans hefur verið vart í hjónaherbergi og stofu. Einnig hafði verið borað í gegnum austurgafl hússins fyrir gervihnattadiskum fyrir mörgum árum en samkvæmt seljendum hefur verið fyllt upp í þau göt. Þá eru skemmdir eftir leka á gestasalerni og fyrir ofan glugga í stofu en samkvæmt seljendum eru þær skemmdir eftir að vatnslögn gaf sig c.a. árið 2010 í vegg í vestasta barnarherberginu i rishæðinni. Gert var við lögnina en skemmdirnar eftir lekann voru ekki lagfærðar.
Valhöll fasteignasala kynnir til sölu endaraðhús í Fjarðarseli 23 í Seljahverfinu í Reykjavík. Hús sem hentar stórum fjölskyldum. Mörg herbergi og einfalt að útbúa aukaíbúð með sérinngangi í kjallaranum. 

Eignin er skráð 276, fm á stærð og skiptist í 91,9 fm kjallara, 91,9 fm hæð, 71,4 fm rishæð og 21,3 fm bílskúr.

Húsið er búið að vera í eigu sömu eigenda frá upphafi og er það að miklu leyti upprunalegt en þó er búið að endurnýja hluta af gleri.

Þetta er eign sem bíður upp á ýmsa möguleika.

Nánari upplýsingar veitir:

Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is

Nánari lýsing:

Aðalhæð:
Aðalinngangur:
aðalinngangurinn er inn á miðhæð hússins.
Anddyri: með flísum á gólfi og fatahengi.
Gestasalerni: innaf anddyri með flísum á gólfi.
Hol / gangur: með parketi á gólfi. Stigi niður í kjallara úr holi og upp á rishæð.
Herbergi: með parketi á gólfi.
Eldhús: með viðarinnréttingu og dúk á gólfi.
Stofa: með teppi á gólfi og útgengi á svalir.

Rishæð:
Barnaherbergi I: með parketi á gólfi.
Barnaherbergi II: með parketi á gólfi.
Barnaherbergi III: með parketi á gólfi og undir súð með litlum þakglugga. Rúmgóð geymsla undir súð innaf herberginu.
Hjónaherbergi: með fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með innréttingu, sturtuklefa, baðkari og flísum á gólfi.
Þvottaherbergi: innaf eldhúsi með skápum, vaski og flísum á gólfi.

Kjallari:
Inngangur: tveir inngangar eru í kjallarann, annar að framanverðu og hinn að aftanverðu.
Anddyri: með flísum á gólfi.
Hol: með parketi á gólfi.
Eldhús: vantar innréttingu og gólfefni (skráð geymsla á teikningu)
Svefnherbergi: með parketi á gólfi.
Stofa: rúmgóð með parketi á gólfi.
Baðherbergi: með sturtuklefa, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi.
Inntaksrými / anddyri: með flísum á gólfi.

Bílskúr: 21,3 fm bílskúr í bílskúrslengju á móti húsinu með góðu millilofti.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1981
21.3 m2
Fasteignanúmer
2057001
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
07
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Flúðasel 86
Skoða eignina Flúðasel 86
Flúðasel 86
109 Reykjavík
219 m2
Raðhús
826
547 þ.kr./m2
119.700.000 kr.
Skoða eignina Bakkasel 9
Bílskúr
Opið hús:14. nóv. kl 17:30-18:00
Skoða eignina Bakkasel 9
Bakkasel 9
109 Reykjavík
221 m2
Fjölbýlishús
7
493 þ.kr./m2
109.000.000 kr.
Skoða eignina Brekkusel 3
Skoða eignina Brekkusel 3
Brekkusel 3
109 Reykjavík
228.7 m2
Raðhús
816
498 þ.kr./m2
113.900.000 kr.
Skoða eignina Keilufell 10
3D Sýn
Skoða eignina Keilufell 10
Keilufell 10
111 Reykjavík
253.4 m2
Einbýlishús
634
473 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin