Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 4ra herbergja endaíbúð með sérafnotareit að Norðurbrú 2 í Sjálandinu í Garðabæ. Sér stæði í upphitaðri bílageymslu fylgir og sér þvottahús er innan íbúðar. Útgengi er út úr stofu á skjólgóða viðarverönd til suðurs og vesturs. Lyfta er í húsinu og eru stigagangar mjög rúmgóðir. Þar sem íbúðin er í enda er íbúðin björt, enda gluggar á þrjá vegu. Göngufæri er í leik- og grunnskóla. Einnig á fína hjóla- og göngustíga niður í náttúruparadísina niður við sjóinn.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin skiptist í forstofu, hol, sjónvarpsrými, borðstofu, stofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 124,6 m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:
Forstofa er inn af einstaklega breiðum teppalögðum gangi. Lyfta er milli hæða, ef komið er inn frá bílakjallara. Brunahurð inn í íbúð. Innan íbúðar eru stórir svartir málaðir fataskápar sem ná upp í loft. Dökkar gólfflísar á forstofuholi flæða inn gangveginn.
Þvottahús er á hægri hönd inn af forstofugangi. Stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaski í innuborði og hillum á veggjum. Dökkar gólfflísar eins og á öðrum votrýmum og forstofu.
Stofa og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu rými með gluggum á tvo vegu. Opið er milli eldhúss og stofurýmis. Borðstofa er við gólfsíðan glugga þar sem gengið er út á SV-viðarverönd með skjólgirðingu. Gluggar stofu eru einnig gólfsíðir og hleypa því góðri birtu inn í alrýmið. Parket á gólfi borðstofu og stofu.
Eldhús er með fallegri hvítri "L" laga innréttingu og ljósri borðplötu sem var endurnýjuð 2017. Skápar voru sprautaðir hvítir. Milli efri og neðri skápa eru hvítar veggflísar. Eyja með helluborði og háfi úr lofti tengir eldhús og stofu. Hægt er að sitja á háum stólum stofumegin við eyjuna. Bakaraofn er í innréttingu og stæði og tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp. Dökkar gólfflísar.
Hol á svefnherbergisgangi er rúmgott. Hægt er að nýta hluta þess sem sjónvarpsrými, skrifstofurými eða koma þar fyrir fataskápum og hyrslum. Gólfsíður gluggi og parket á gólfi.
Herbergi I er með svörtum tvöföldum fataskáp. Stærð herbergis 8,1 m2. Parket á gólfi.
Herbergi II er með svörtum tvöföldum fataskáp. Stærð herbergis 8,1 m2. Parket á gólfi.
Herbergi III er stærst herbergjanna. Fjórfaldur fataskápur úr Eik nær upp í loft. Tveir gluggar. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með dökkum flísum á gólfi og ljósum veggflísum. Innrétting undir handlaug er hvítmáluð, veggfestur speglaskápur með ljósi, grár ílangur skápur, hvítur handklæðaofn og baðkar með sturtu.
Geymsla er sér í sameign í kjallara. Merkt 0006, birt stærð 6,8 m2.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.
Bílageymsla er upphituð og tilheyrir stæði B002. Rafmagnsleðslustöð er við stæði íbúðar.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-