Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 110,8 fermetra 3ja herbergja íbúð á 4. hæð með 19,7 fermetra yfirbyggðum flísalögðum svölum til suðurs og sér bílastæði í upphitaðri bílageymslu í vönduðu fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli í Hafnarfirði.
Eignin stendur á fallegum stað við opin svæði og mjög rúmt er um húsið. Aðkoma er góð og næg bílastæði eru á malbikuðu bílaplani við húsið. Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 verður kr. 80.800.000.-
Húsið var hannað sérstaklega með tilliti til hljóðeinangrunar, aukinnar lofthæðar, lýsingar og útlit, en gólfsíðir gluggar eru í öllum rýmum íbúðarinnar. Lofthæð í íbúðinni er um 2,7 metrar og innfelld lýsing er í loftum í flestum rýmum.
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi, sjónvarpshol, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús.
Lýsing eignar:
Forstofa, parketlögð og með innbyggðum fataskápum.
Þvottaherbergi, flísalagt og með innréttingu með vaski.
Sjónvarpshol, parketlagt og rúmgott.
Barnaherbergi, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, innrétting og efri skápar, handklæðaofn og bæði baðkar og flísalögð sturta.
Hjónaherbergi, rúmgott, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg. Úr hjónaherbergi er útgengi á 19,7 fermetra flísalagðar, yfirbyggðar og opnanlegar svalir með fallegu útsýni að Reykjanesfjallgarði.
Stofa, parketlögð, rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum í tvær áttir og fallegu útsýni. Úr stofu er útgengi á sömu svalir.
Eldhús, opið við stofu, parketlagt og bjart með gólfsíðum glugga til austurs. Fallegar ljósar viðarinnréttingar með náttúrusteini á borði, flísum á milli skápa og innbyggðri uppþvottavél. Eyja með náttúrusteini á borði, spanhelluborði með hangandi háfi yfir, góðu skápaplássi og áfastri borðaðstöðu.
Í kjallara hússins eru:
Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu þar sem búið er að setja upp tengi fyrir rafhleðslustöð. Þvottaaðstaða fyrir bíla er í bílageymslu.
Sérgeymsla, 9,0 fermetrar að stærð með lökkuðu gólfi og góðri lofthæð.
Sameiginleg hjólageymsla, stór og flísalögð.
Sameign hússins er öll mjög vel umgengin og snyrtileg.
Húsið að utan lítur vel út.
Lóðin er fullfrágengin með hellulögðum stéttum fyrir framan með hitalögnum undir, nægum bílastæðum á malbikuðu plani, tyrfðum flötum og trjágróðri.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð við opið svæði og stutt er í sundlaug, leikskóla, skóla, verslanir, matsölustaði o.fl.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is