Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Veigahall 3 - 130 m² sumarhús, staðsett á 2803,0 m² eignarlóð í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri.
Um er að ræða 84,4 m² timburhúshús ofan á 45,6 m² steyptum kjallara.
Eignin skiptist í aðalhæð, svefnloft og steypta neðri hæð.
Aðal hæðin er skráð 76,9 m² að stærð og skiptist í forstofu, eldhús og stofu í sameiginlegu rými, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Svefnloft er yfir um helming eignarinnar en skráðir fermetrar eru aðeins 7,5 m².
Neðri hæðin er skráð 45,6 m² og skiptist í alrými með heitum pott, sturtuaðstöðu, snyrtingu og tvö svefnherbergi.
Um 40 m² geymsla/kyndikompa er undir húsinu, ekki með fullri lofthæð og eru þeir fermetrar óskráðir.
Forstofa er rúmgóð, með flísum á gólfi og hvítri innréttingu þar sem er aðstaða fyrir þvottavél.
Eldhús og stofa eru í opnu rými þar sem loft eru tekin upp og gluggar til 3ja átta. Plast parket er á gólfum og hvíttaður viður á veggjum. Innréttingin er hvít og með viðarlitaðri bekkplötu. Rúmgóður borðkrókur. Úr stofu er gengið út á steypta verönd þaðan sem útsýni er yfir Akureyri. Við endann á veröndinni að norðan er geymsla fyrir garðhúsgögn o.fl.
Svefnherbergi eru tvö hæðinni, bæði með plast parketi á gólfi.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi, hvítri innréttingu, wc, sturtuklefa og opnanlegum glugga.
Svefnloft er yfir um helming hússins og er timburstigi upp á það. Þar er ljóst plast parket á gólfi og aðstaða fyrir fjögur rúmm í dag. Skráðir fermetrar á svefnlofti eru 7,5 en nýtanlegir eru þónokkuð fleiri.
Neðrihæð
Gengið er inn í alrými með flísum á gólf og heitum potti með útsýnisgluggum. Til hliðar við pottarýmið er rúmgóð flísalögð sturta með tveimur sturtutækjum.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með flísum á gólfi.
Snyrting er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, wc, og opnanlegum glugga.
Annað
- Lóðin er eignarlóð, skráð 2.803 m² að stærð.
- Eignin hefur verið í útleigu - góðir tekjumöguleikar
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.