Stutt í afhendingu
Garðavellir 7. Um er að ræða forsteypt einingahús alls 162,8 fm þar af er sambyggður bílskúr 28,4 fm. Húsið stendur í landi Kross, sem er við lóðarmörk Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, tilheyrir Hvalfjarðarsveit. Eignarlóð.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við fasteignasölu. Hægt er að fá að skoða hús nr. 1 sem er með sömu teikningu og er fullfrágengið
Staða við afhending
Öll rafmagslögn frágengin , lóð gras komið. Innfelld ljós kominn í loft. Vatnsagnir tengdar við grind og tilbúið til tenginga í viðkomandi rýmum. Veggir fullfrágengnir að innan og utan. Loft fullfrágengin, hljóðdúkur, þiljur eða gifs.
Það sem eftir er Sólpallur/bílaplan, innréttingar, hurðir, skápar, flísar á veggjum og eða gólfum og gólfefni.
Skipulag
Gert er ráð fyrir þremur svefnherbergjum,hjónaherbergi er 15,7 fm, barnaherbergi eru 13,4 fm og 9,8 fm.
Baðherbergi eru tvö: Á gestasalerni er gert ráð fyrir sturtu og innréttingu. Á aðalbaðherbergi 9,8 fm er gert ráð fyrir sturtu, baðkari og innréttingu. Þvottaaðstaða/þvottahús er í enda bílskúrs.
Stofa og eldhús mynda alrými og er útgengt á sólpall sem að er skv. teikningu um 50 fm,(fylgir ekki) og gert ráð fyrir heitum og köldum potti (lagnir komnar). Sjónvarpshol er afstúkað, 10,2 fm
Byggingin
.
Vatnslagnir eru rör í rör kerfi.
Þakið er svokallað V-þak, klætt með borðaklæðningu, vindpappa og lituðu aluzink (Polyester húðað litur 7016).
Þakkantur er úr timbri, bæði að framan og undir þakkanti. Gras komið þar sem á víð
Rennur og niðurföll verða tengd.
Gluggar hurðir og gler. Allir gluggar eru ál-tré gluggar (Rationel). Gler í gluggum er tvöfalt einangrunargler. Bílskúrshurð er úr áli..
Húsin eru hönnuð og teiknuð af Riss verkfræðistofu
Almennt: Öll heimtauga-, byggingar- og gatnagerðagjöld hafa verið greidd. Kaupandi borgar 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótarmat.
Ef misræmi er í teikningum og skilalýsingu, þá gildir skilalýsingin. Myndir eru úr eins húsi nr 1 við Garðavelli.