Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð við Hrísrima 3 í Grafarvogi. Flott útsýni. Sér stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni.Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Nánari lýsing:Forstofa/hol með fataskápum og parketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Útgengi á svalir. Frábært útsýni
Eldhús með tengi fyrir uppþvottavél og rúmgóðum borðkrók.
Hjónaherbergi með stórum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu og flísum á gólfi.
Þvottahús með hillum, vaski og flísum á gólfi.
Geymsla er stór með hillum. Staðsett í kjallara.
Bílastæði í bílageymslu fylgir með. Hleðslustöðvar komnar við sameiginleg stæði. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.
Eign á góðum stað í Grafarvoginum. Stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóli og skóli í göngufæri ásamt mörgum leikvöllum.Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit straxFyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s. 868 7048 / linda@helgafellfasteignasala.is