Trausti fasteignasala kynnir í einkasölu fallega 5 herbergja íbúð við Engjasel 54 á frábærum stað í Seljahverfinu. Íbúðin er í góðu fjölbýlishúsi með sér bílastæði í bílageymslu og útleiguherbergi með aðgangi að baðherbergi sem býður upp á ýmsa möguleika.
*ATH umfangsmikil múr- og gluggaviðgerð er á lokametrunum. Þakskipti yfirstaðin og húsið því í afar góðu standi.*Um er að ræða virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð ásamt útleiguherbergi í kjallara og sér stæði í lokaðri bílageymslu. Eignin sem er 126,5 fm skiptist þannig: Íbúðin er 97,2 fm og 4ra herbergja. Gengið er inn af stigagangi í forstofu. Rúmgóð og björt stofa með útgengi út á svalir. Eldhús með fallegri innréttingu á tveimur veggjum og góðum tækjum. Inn af eldhúsi er rúmgott þvottahús með skolvaski og innréttingum. Rúmgott sjónvarpshol og inn af því þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og með góðri innréttingu og baðkari. Hjónaherbergi með góðu skápaplássi sem og tvö önnur herbergi.
Íbúðarherbergi í kjallara er 21,3 fm er bjart og fallegt með lítilli eldhúsinnréttingu og góðum glugga með útsýni yfir garðsvæðið. Sameiginlegt skápapláss á gangi og sameiglegt baðherbergi.
Geymsla íbúðar í kjallar er um 8 fm.
Sameign er mjög snyrtileg og góð aðstaða fyrir hjól og vagna. Sér aðstaða er fyrir hverja íbúð til að geyma útiföt o.þ.h. Stórt og rúmgott þurrkherbergi er svo inn af hjólageymslu. Rúmgott bílastæði (30 fm) er í upphitaðri bílageymslu þar sem er mjög góð sameiginleg aðstaða til bílaþvotta. Heitt og kalt vatn. Snjóbræðsla er í innkeyrslu og einkastæði á baklóð. Samkvæmt Fasteignaskrá er eignin skráð 118,5 fm en í þá skráningu vantar geymslu íbúðar sem er um 8 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar og parket á gólfi og rúmgóður fataskáp.
Hjónaherbergi: Gott skápapláss. Parket á gólfi.
Barnaherbergi: Gott skápapláss. Parket á gólfi.
Fataherbergi/barnaherbergi: Mikið og gott skápapláss. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfum. Innrétting með baðskáp, salerni og baðkar.
Þvottahús: Flísar á gólfi.
Eldhús: Hvít smekkleg innrétting innbyggð uppþvottavél í innréttingu, góður borðkrókur.
Geymsla: Á sameignargangi í kjallara. Steypt gólf, gott hillupláss.
Íbúðarherbergi: Lítil eldhúsinnrétting, parket á gólfi og góðir gluggar. Aðgangur að sameiginlegu baðherbergi og þvottahúsi í sameign.
Bílageymsla: Þar fylgir íbúðinni sérmerkt stæði. rafdrifinn innkeyrsluhurð. Sér hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og stæði til bílaþvotta. Jafnframt er merkt stæði íbúðarinnar á sameiginlegu bílastæði hússins.
Annað: Parket á íbúð er nýlega endurnýjað
Baherbergi og eldhús endurnýjað 2010 ca.
Raflagnir og tenglar nýlega endurnýjað
Búið er að skipta um þak á húsinu
Umfangsmikil múr- og gluggaviðgerð stendur yfir
Gæludýr eru leyfð í húsinu.
Fasteignamat fyrir 2026 er 72.050.000kr
Hér er á ferð eign í eftirsóttu barnvænu hverfi. Stutt er að sækja grunnskóla og leikskóla. Gott leiksvæði með tækjum er sameiginlegt með íbúðum 52-68.
Hafðu samband við Bjössa og bókaðu skoðun því sjón er sögu ríkari!
Nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Geir Ólafsson aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 895-5198, tölvupóstur bjossi@trausti.is og Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali, kristjan@trausti.is.