Fasteignaleitin
Skráð 22. des. 2025
Deila eign
Deila

Hjallholt 9

Jörð/LóðVesturland/Akranes-301
Verð
4.500.000 kr.
Fasteignamat
2.650.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Axel Helgason
Axel Helgason
Tengiliður seljanda
Eignir í sölu
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
F2333880
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer íbúðar
9
Svalir
nei
Inngangur
Sameiginlegur

Til sölu sumarhúsalóðin Hjallholt 9 að Þórisstöðum 2, sem hingað til hefur verið leigulóð, en er nú seld af eigendum sem eignarlóð. Lóðin er 7.570 fermetrar að stærð, eða 0,75 ha.

 

Frá lóðinni er fallegt útsýni yfir Svínadal og Þórisstaðavatn og í dalnum eru 2 önnur veiðivötn stuttri fjarlægð, Geitabergsvatn og Eyrarvatn. Vatnaskógur við Eyrarvatn er í um 4 km fjarlægð. Veiðileyfi sem gildir í öllum vötnunum er selt hjá leigutaka Laxár og síðsumars veiðist lax í vötnunum.

Aðkeyrsla er að vatnsbakka og öllum lóðarhöfum er heimil sjósetning í landi Þórisstaða. 

Sundlaug er að Hlöðum sem er í um 3 km fjarlægð og til Reykjavíkur eru um 60 km (40 mín).

Búið er að stofna félag lóðarhafa og sér félagið m.a. um viðhald vega og vatnsveitu. Félagsgjald fyrir árið 2025 var 30.000- og inni í því er m.a. viðhald vega og vatnsveitu.

 

Ekki er í gildi deiliskipulag í hverfinu og fara því allar byggingarleyfisumsóknir enn sem komið er í grendarkynningu. Stefnt er að því að ljúka gerð deiliskipulags fyrir lok árs 2026.

Leyfilegt byggingarmagn er 250 fm

 

Búið er að reisa 19 sumarhús í hverfinu og því talsverð uppbygging framundan á næstu árum, en 74 lóðir eru í hverfinu. Búið er að leggja vatn og rafmagn að lóðarmörkum og vegagerð er að fullu lokið.

 

Kúlumynd - loftmynd:

https://photos.app.goo.gl/ZcstQ1ZF9V3siKH89

 

Frekari upplýsingar veitir Axel Helgason s.897-5188 / axelhelgason@gmail.com

 

Valfell fasteignasala mun sjá um gerð kaupsamnings og afsals eftir samþykkt kauptilboðs.

 

Aðrar lóðir sem eru til sölu í hverfinu eru:

Hjallholt 34 - https://fasteignir.visir.is/property/949378

Hjallholt 26 - https://fasteignir.visir.is/property/945595

Hjallholt 1b - https://fasteignir.visir.is/property/923830

Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
03/10/20242.350.000 kr.52.500.000 kr.1453.9 m236.109 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
GötuheitiPóstnr.m2Verð
301
4,5
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin