Fasteignasalan TORG kynnir: Mjög góð 74,1m2 þriggja herbergja íbúð á annarri hæð með sérinngangi af svölum í fallegu 15 íbúða fjölbýli. Húsið er járn- og viðarklætt. Inngangur, eldhús, borðstofa, stofa með rúmgóðum svölum, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottavélaaðstöðu. Parket og flísar á gólfum. Stutt í leikskóla, skóla og verslanir. Þetta er tilvalin eign sem fyrstu kaup.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik, löggiltur fasteigna- og skipasali í síma 822-9415 - gunnar@fstorg.isNánari lýsing íbúðar:Sérinngangur af svölum.
Gengið er inn í
forstofu með góðum fataskáp í lofthæð.
Svefnherbergi með skáp á vinstri hönd og parket á gólfi.
Eldhús er með grárri innréttingu og kvartsborðplötu. Bakaraofn, spanhelluborð, stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél.
Borðstofa og
stofa. Gengið út á stórar svalir er snúa í
vestur. Svalirnar eru hlýlegar og breiðar en þær eru viðarklæddar og með glervegg. Stór sameiginlegur bakgarður.
Hjónaherbergi með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og í kringum sturtuna. Sturta, upphengt salerni, handklæðaofn.
Geymsla í sameign fylgir íbúðinni.
Sameiginleg
hjólageymsla.Örstutt í skóla og leikskóla og verslanir.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik, löggiltur fasteigna- og skipasali í síma 822-9415 - gunnar@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.