Fasteignaleitin
Skráð 17. sept. 2025
Deila eign
Deila

Lónabraut 36

EinbýlishúsNorðurland/Vopnafjörður-690
149.9 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
32.000.000 kr.
Fermetraverð
213.476 kr./m2
Fasteignamat
26.150.000 kr.
Brunabótamat
68.200.000 kr.
HG
Hilmar Gunnlaugsson
Byggt 1975
Þvottahús
Bílskúr
Fasteignanúmer
2172009
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Einbýlishús með þremur svefnherbergjum og bílskúr á Vopnafirði.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og þaðan er komið inn á hol. Á holi er fataskápur sem nýtist sem forstofuskápur. Inn af holi er sjónvarpshol og úr því er gengt í flest rými í húsinu. Til hægri er eldhús, beint áfram er stofa og til vinstri er gangur þaðan sem eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Tvö svefnherbergjanna eru svipað stór með þreföldum fataskápum og svo er hjónaherbergi rúmgott með stórum fataskáp með rennihurðum. Parket er á gólfum. Baðherbergi er með flísum á gólfi og plötum á veggjum, sturtuklefa, snyrtiborði með stórum spegli og lýsingu, salerni, vaski í innréttingu og efri skáp. Stofa og borðstofa eru í björtu rými með stórum gluggum til austurs og er gengt þangað bæði frá holi og eldhúsi. Úr stofu er gengt út í snyrtilegan garð með grindverki. Einnig er pallur sunnan við húsið. Eldhúsinnrétting lítur vel út og hafa framhliðar hennar verið endurnýjaðar. Inn af eldhúsi er þvottahús með máluðu gólfi og þaðan er útgengt. Inn af þvottahúsi er gengt í geymslu sem einnig er með máluðu gólfi, þar er hitakútur og opnanlegt upp á háaloft. Bílskúr er með steyptu gólfi, vaski og rafdrifinni hurð, gluggar snúa niður að sjó. 
Að utan er húsið timburklætt, þak lítur vel út á húsi en aðeins þreyttara á bílskúr. Skipt hefur verið um járnplötur í þaki, skipt hefur verið um einn glugga í stofu og timbur þar sem þörf var á. Eigninni hefur almennt verið vel við haldið, en nú er kominn tími á að mála það að utan.
Snyrtileg eign á fallegum stað á Vopnafirði. Frábært útsýni og nálægð við náttúruna.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1989
40 m2
Fasteignanúmer
2172009
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bleiksárhlíð 61
Bleiksárhlíð 61
735 Eskifjörður
110 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
413
291 þ.kr./m2
32.000.000 kr.
Skoða eignina AUSTURVEGUR 44
Bílskúr
Skoða eignina AUSTURVEGUR 44
Austurvegur 44
710 Seyðisfjörður
122.2 m2
Einbýlishús
413
254 þ.kr./m2
31.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin