BYR fasteignasala kynnir í einkasölu AUSTURVEGUR 53, 710 Seyðisfjörður. Einbýlishús á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er byggt árið 1915, skiptist í kjallara, 61.7 m², hæð 61.7 m² og ris 43.3 m², samtals 166.7 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar; Hæð: Anddyri, stofa og borðstofa, eldhús og baðherbergi.
Rishæð: Þrjú herbergi og gangur.
Kjallari: Kyndiklefi/hol, geymsla/vinnuherbergi, þvottahús, geymsla og geymsla undir stiga.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing;Hæð:
Anddyri, dúkflísar á gólfi, einfaldur fataskápur og fatahengi.
Stofa og borðstofa, plastparket á gólfi, opið inn í eldhús, þaðan liggur timburstigi upp á risloft.
Eldhús, harðparket á gólfi, U-laga innrétting, eldavél, háfur og stálvaskur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu.
Baðherbergi er inn af anddyri, flísar á gólfi og tveimur veggjum. Upphengt salerni, vaskeinnrétting og skúffur, speglaskrápar og sturtuklefi, gluggi.
Rishæð: Gangur er ofan við stiga, plastparket á gólfi, á gangi er innbyggður skápur.
Herbergi I, plastparket á gólfi, fjórfaldur fataskápur.
Herbergi II, dúkflísar á gólfi.
Herbergi III (inn af herbergi II), verkmannaparket á gólfi, tvöfaldur fataskápur.
Kjallari:
Kyndiklefi/hol, flísar á gólfi, rafmagnstafla, hitakútur og hitagrind, útgengt í bakgarð.
Geymsla/vinnuherbergi, veggfastar hillur, ómálað gólf.
Þvottahús, málað gólf, vaskur í borði, málað gólf.
Geymsla, ómálað gólf.
Geymsla undir stiga, ókynnt.
Austurvegur 53 er einbýlishús á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris.
Steyptir útveggir málaðir nema austurhlið sem er klædd, steypt gólf í kjallara, gólf á hæð og risi er úr timbri.
Risþak, járn á þaki, timburgluggar og hurðar. Steypt stétt er framan við húsið að tröppum upp að inngangi. Lóð er gróin, 271.0 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Raflagnir og rafmagnstafla endurnýjað fyrir u.þ.b. 20-25 árum.Frárennsli frá salerni hefur hingað til verið í lagi og ekki endurnýjað lengi. Frárennsli frá eldhúsvaski og húsinu sjálfu var endurnýjað fyrir nokkuð mörgum árum. Gluggar á austurhlið eru innan við 15 ára. Skipt var um þakjárn og pappa fyrir í kringum 25 árum. Drenað hefur verið í kringum húsið og settur brunnur með dælu.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 216-8329. Austurvegur 53.Stærð: Íbúð 166.7 m².
Brunabótamat: 65.400.000 kr.
Fasteignamat: 27.200.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 30.600.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1915.
Byggingarefni:Timbur
Eignarhald:
01.0001 Íbúðarherbergi í kjallara 61.7 Brúttó m².
01.0101 Íbúð á hæð 61.7 Brúttó m².
01.0201 Íbúðarherbergi í risi 43.3 Brúttó m².