Fasteignasalan TORG kynnir bjarta og fallega 123,3 fm, 4 herbergja íbúð á 2. hæð/jarðhæð í nýlegu 10 íbúða fjölbýli við Drómundarvog, 104 Reykjavík.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, rúmgóða stofu og borðstofu, 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, svalir með lokun og geymslu í kjallara. Eigninni fylgir bílastæði með tengi fyrir hleðslustöð í lokaðri bílageymslu. Vel skipulögð eign með góðu aðgengi í viðhaldslitlu lyftuhúsi, vandaðar sérsmíðaðar innréttingar og fataskápar sem ná upp í loft, innfelld lýsing og gólfhiti. Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og elfa@fstorg.isForstofa/hol: Góðir fataskápar, harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Innrétting með handlaug, speglaskápur, walk-in sturta, upphengt salerni. Flísar á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi: Tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, harðparketi á gólfi.
Hjónasvíta: Rúmgott, mjög góðir fataskápar, harðparket á gólfi. Sér baðherbergi inn af hjónaherbergi með innréttingu og speglaskáp, handlaug, walk-in sturtu og upphengdu salerni, flísalagt í hólf og gólf.
Stofa: Björt stofa og borðstofa, harðparket á gólfi.
Eldhús: Innrétting og eyja með góðu skápaplássi, vönduð tæki; helluborð, bakarofn og uppþvottavél, harðparket á gólfi.
Þvottahús: Inn af eldhúsi, lokað af með rennihurð. Innrétting, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi. Nýtist einnig sem búr eða geymsla.
Geymsla: Eigninni fylgir 7 fm geymsla, ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu í sameign.
Bílastæði með tengi fyrir hleðslustöð í lokaðri bílageymslu.
Vel skipulögð og falleg eign í nýlegu viðhaldslitlu fjölbýli með lyftu, í rólegri götu í enda hverfisins. Hverfi í uppbyggingu miðsvæðis í Reykjavík, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og falleg útvistarsvæði við Elliðaárdal.
Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og elfa@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.