Fasteignaleitin
Skráð 15. apríl 2024
Deila eign
Deila

Spóaás 22

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
287.9 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
208.000.000 kr.
Fermetraverð
722.473 kr./m2
Fasteignamat
166.250.000 kr.
Brunabótamat
127.750.000 kr.
Mynd af Ragnar Kristján Guðmundsson
Ragnar Kristján Guðmundsson
Fasteignasali
Byggt 2000
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Fasteignanúmer
2245260
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Upphitun
Gólfhiti
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Glæsilegt einbýlishús með tvöföldum bílskúr við Spóaás 22 í Áslandi Hafnarfirði. Um er að ræða 287,9 fm einbýlishús og þar af er 47,4 fm tvöfaldur bílskúr með góðri heimkeyrslu. Auðvelt er að hagnýta hluta bílskúrs sem aukaíbúð með sérinngangi. Húsið stendur á 970,4 fm fallegri lóð í rólegu og grónu hverfi.

Mikið hefur verið lagt í eignina, bæði innan sem utan. Innréttingar eru sérsmíðaðar og granít er í sólbekkjum. Gegnheilt niðurlímt parket og granít á gólfum ásamt gólfhita. Innfelld lýsing er í stórum hluta eignar sem hefur mikla lofthæð. Húsið hefur fengið mikið viðhald á síðustu árum og öndun lagfærð í stórum hluta þaks. Parketið hefur nýlega verið pússað og lakkað. Stór hluti rafmagns hefur verið endurnýjað ásamt rafmagnstöflu. Garðurinn er í góðri rækt, veröndin hellulögð og pallurinn stór með heitum potti og útisturtu. Óbyggt svæði er fyrir neðan húsið ásasmt einstöku útsýni í átt að friðlandinu Ástjörn og nærumhverfi. Stutt er í leikskóla, skóla, sundlaug, útivistarsvæði og aðra þjónustu. 
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson lgfs. í síma 844-6516 eða á ragnar@fstorg.is

Nánari lýsing:
Aðkoma: Fyrir framan eignina er einstaklega snyrtileg aðkoma að húsinu með steyptri stórri innkeyrslu með snjóbræðslu. Gengið er upp hellulagðar tröppur og er snjóbræðsla í stétt og stiga. Einnig er aðgengilegt um sérhurðir á þvottahúsi og að hlið bílskúrs. Falleg lóð umlykur húsið ásamt glæsilegu útsýni í átt að friðlandinu við Ástjörn og nærumhverfi. Óbyggt svæði er fyrir neðan húsið. 

Forstofa: Komið er inn í anddyri með gegnheilu graníti á gólfi og mikilli lofthæð.
Gangur/Hol: Gangur með gegnheilu graníti á gólfi, mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu.
Eldhús: Vegleg sérsmíðuð viðarinnrétting frá Þýska merkinu LEICHT með eyju, gegnheilu graníti á borði og góðu skápaplássi. Ofn í vinnuhæð, gashelluborð og gufugleypir frá GAGGENAU. Gegnheilt granít er á gólfi. 
Baðherbergi: Tvö flísalögð baðherbergi eru í eigninni. Eitt baðherbergjana er innangengt út frá gangi/holi og er búið sturtu með hertu gleri, upphengdu salerni og handklæðaofni. Annað baðherbergjana er búið frístandandi baðkari og innréttingu með handlaug. Að sögn eiganda var upprunalega gert ráð fyrir tengjum fyrir sturtuaðstöðu í veggjum fyrir aftan flísalögn.
Gestasnyrting: Að auki tveggja baðherbergja er flísalagt gestasalerni innan af þvottahúsi.
Stofa: Mjög björt og stór stofa með stórum gluggum með glæsilegu útsýni. Gegnheilt niðurlímt parket, gas arinn og góð lofthæð einkennir stofuna. Frá stofunni er útgengt út á stétt og garð eignar.
Borðstofa: Frá eldhúsi er góð borðstofa með gegnheilu graníti á gólfi og mikilli lofthæð.
Sjónvarpsstofa: Góð sjónvarpsstofa með sérsmíðaðri innréttingu/hillum og niðurlímdu gegnheilu parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: Stór sérsmíðuð lofthá skápalengja með miklu skápaplássi nær þvert yfir vegg hjónaherbergis. Innfelld lýsing er í lofti og gegnheilt niðurlímt parket á gólfi. Frá hjónaherbergi er gengt út á pall og verönd og stutt í heitan pott.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi eru fjögur rúmgóð svefnherbergi með gegnheilu niðurlímdu parketi á gólfi. Eitt þeirra er skráð samkvæmt teikningum sem geymsla en núverandi eigendur hagnýta herbergið sem rúmgóða skrifstofu. Innfelld lýsing og vandaðar sérsmíðaðar innréttingar eru í öllum herbergjum.
Þvottahús: Frá eldhúsi er innangengt í rúmgott þvottahús með tengjum fyrir þvottavél og þurrkara. Mikið og gott skápapláss. Frá þvottahúsi er innangengt í gestasalerni.
Bílskúr: Mjög rúmgóður tvöfaldur bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnara, 3ja fasa rafmagni og heitu og köldu vatni. Gluggi með opnanlegu fagi. Fyrir framan bílskúrinn er stór innkeyrsla með snjóbræðslu ásamt því að frá hlið húss er innangengt í gegnum sérhurð í bílskúrinn. Einnig er innangengt frá þvottahúsi í bílskúr. Samkvæmt opinberum skráningum er bílskúrinn skráður 47,4 fm. Núverandi eigendur eru búin að útbúa herbergi í hluta bílskúrs sem auðvelt væri að hagnýta sem íbúð með sérinngangi. Frá bílskúr er stigi upp á rúmgott manngengt geymsluloft sem nær yfir stóran hluta eignarinnar. Eigendur telja að stór hluti lofts sé óskráður og því sé gólfflötur eignar stærri en opinberar skráningar segja til um.
Garður/lóð: Lóðin er falleg og snyrtileg með mörgum sérbílastæðum. Mikil og stór verönd, pallur og hellulögn umliggur húsið. Að baka til er heitur pottur, skjólveggur og gott útsýni yfir ósnerta náttúru friðlands Ástjarnar og óbyggðs svæðis í kring.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is  

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2000
47.4 m2
Fasteignanúmer
2245260
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.050.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
221
263.6
199
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache