Fasteignaleitin
Skráð 21. okt. 2024
Deila eign
Deila

Hafnarstræti 17

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
144 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
589.583 kr./m2
Fasteignamat
66.350.000 kr.
Brunabótamat
58.950.000 kr.
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1949
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2146856
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurn. að stærstum hluta
Raflagnir
Endurnýjað um 2000
Frárennslislagnir
óþekkt
Gluggar / Gler
Upprunalegir, póstar og gler endurn.
Þak
Endurnýjað um 2000
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Franskar svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Handklæðaofn í þvottahúsi er óvirkur.
Hafnarstræti 17 - Mikið endurnýjað 4ra herbergja einbýlishús á tveimur hæðum í Innbænum á Akureyri - heildarstærð 144,0 m² að stærð.
Seljendur skoða skipti á minni/ódýrari eign, íbúð eða atvinnuhúsnæði.

Efri hæðin var endurnýjuð á vandaðan hátt fyrir um 3 árum síðan og neðri hæðin hefur að mestu verið endurnýjuð á síðastliðnum 10 árum.
Fallegur garður og steyptur pallur með heitum potti og góð bílastæði við húsið.

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Neðri hæð:
forstofa/gangur, baðherbergi, tvö svefnherbergi, þvottahús og geymsla undir stiga
Efri hæð: eldhús og stofa í opnu rými, svefnherbergi og baðherbergi. 

Nánari lýsing: 
Forstofa og gangur
á neðri hæð er með flísum á gólfi og gólfhita.
Baðherbergin eru tvö, eitt á hvorri hæð. Baðherbergið á efri hæðinni var endurnýjað um 2020. Þar eru flísar á gólfi, upphengt wc og baðkar með sturtutækjum. Vönduð innrétting með marmarabekkplötu. Baðherbergi á neðri hæð er með flísum á gólfi og upp með veggjum. Baðkar með sturtutækjum og handklæðaofn.
Svefnherbergin í húsinu er þrjú og eru þau öll með flísum á gólfi. Svefnherbergin eru tvö á neðri hæðinni og eru þau bæði rúmgóð, skráð 12,0 m² og 14,8 m² að stærð. Svefnherbergið á efri hæði er skráð sem geymsla að stærð 7,7 m².
Þvottahús var endurnýjað 2016. Sérsmíðuð innrétting frá H.Ben úr spónlagðri hvíttaðri eik. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu og skolvaskur. Bakdyrainngangur er í gegnum þvottahúsið en þaðan er gengið út á steypta verönd til suðurs og vesturs.
Steyptur stigi milli hæða.
Efri hæðinni var gjörbreytt fyrir um 3 árum síðan en þá voru teknir niður veggir til þess að opna á milli eldhúss, stofu og borðstofu.

Eldhús var endurnýjað 2022. Innréttingin er svört frá ikea með innbyggðri uppþvottavél, helluborði með innbyggðum gufugleypi og stæði fyrir tvo ísskápa eru í innréttingu, sem fylgja með við sölu. Bekkplata flísalögð með flísum með marmaramynstri. Stór svartur vaskur  með gylltum blöndunartækjum. Í eldhúsi er svo nýlegur arinn og í kringum hann er flísalagt með Versace flísum. 
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með eldhúsi. Þar eru flísar gólfi og gólfhiti. 

Umhverfi hússins er mjög skemmtilegt og barnvænt. Garðurinn er afgirtur og steypt verönd, með snjóbræðslu að hluta, er við suður- og vesturhlið hússins. Þar er heitur pottur, 10 m² geymsluskúr, steypt dúkkuhús, rennibraut og rólur. 

Annað:
- Gólfhiti er í öllu húsinu nema baðherberginu á neðri hæð og stiganum milli hæða
- Seljendur eiga flísar sem ætlaðar voru á stigann og baðherbergið á neðri hæðinni sem fylgja með við sölu
- Steypt rúmgott bílastæði við húsið sem hitað er með affalli. 
- Hleðslustöð

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/12/200718.940.000 kr.21.800.000 kr.144 m2151.388 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hjallalundur 16
Skoða eignina Hjallalundur 16
Hjallalundur 16
600 Akureyri
149.9 m2
Raðhús
413
557 þ.kr./m2
83.500.000 kr.
Skoða eignina Ásatún 22 íbúð 203
Ásatún 22 íbúð 203
600 Akureyri
108.4 m2
Fjölbýlishús
413
783 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarnagata 55 íbúð 102
Bílastæði
Kjarnagata 55 íbúð 102
600 Akureyri
117.1 m2
Fjölbýlishús
313
691 þ.kr./m2
80.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarnagata 55 - 102
Bílastæði
Kjarnagata 55 - 102
600 Akureyri
117.1 m2
Fjölbýlishús
313
691 þ.kr./m2
80.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin