***DOMUSNOVA KYNNIR -- NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ HAFIÐ -- NÝR ÁFANGI KOMINN Í SÖLU***Jöfursbás 5A, Reykjavík - íbúð 0305. 3ja-4ra herbergja endaíbúð íbúð
102,9fm. á þriðju hæð, þar af geymsla 8,8fm. (
merkt 0021). Eigninni fylgir
stæðí í bílahúsi merkt
B042. Íbúðin er skemmtilega hönnuð með tveimur góðum svefnherbergjum.
Gólfhiti í öllum gólfum íbúðar
Svalir til suðurs út frá stofu.
Útsýni til sjávar frá stofu og eldhúsi.
Aukin lofhæð um 280cm.
* SJÁVARSÝN * AUKIN LOFTHÆÐ Í ÍBÚÐUM
* SÉRSMÍÐAÐAR INNRÉTTINGAR SEM NÁ TIL LOFTS
* VANDAÐ PARKET Á GÓLFUM* HITI Í ÖLLUM GÓLFUM * GÓLFSÍÐIR GLUGGAR
* QUARTZ STEINN Á BORÐPLÖTUM OG UNDIRLÍMDIR VASKAR
* SNJÓBRÆÐSLUKERFI Í GÖNGUSTÍGUM MEÐ FALLEGRI NÆTURLÝSINGU
* SPENNANDI UMHVERFISSKIPULAG Í NÝJU HVERFIInnanhúss hönnuður hefur komið að hönnun allra íbúða en í þeim má finna innréttingar sem eru sérsmíðaðar hjá
VOKE-III, blöndunartæki eru frá
Grohe og hreinlætistæki frá
Duravit. Quartz steinn frá
Technistone er á eldhúsum og böðum.
Flísar á votrýmum og
parket á aðalflötum íbúðar er frá
Ebson og eldhústæki frá
AEG.
Allir kaupendur og seljendur okkar fá Gullkort Domusnova. Handhafar gullkortsins fá allt að 35% afslátt hjá 12 samstarfsaðilum okkar: S. Helgason, Sérefni, Birgisson, Módern, Lín design, Tengi, Nespresso, Öryggismiðstöðin, Ísorka, Lýsing og hönnun, Sólar gluggatjöld og Bm Vallá. Lýsing íbúðar:Forstofa góð með fataskáp sem nær til lofts
Eldhús með eyju, góðu skápaplássi og nær innrétting til lofts. Innrétting er vönduð með
Quartz stein á borðplötum.
Stofa og borðstofa með góðum gólfsíðum gluggum og fallegu
útsýni til sjávar. Mögulegt að gera herbergi innaf stofu.
Baðherbergi flísalagt
60x60cm ljósgráum flísum frá
EBSON bæði gólf og hluti veggja, með vandaðri innréttingu með
Quartz stein á baðinnréttingu frá
Technistone. Tenging fyrir
þvottavél og þurrkara í innréttingu á baði.
Hjónaherbergi er rúmgott með vönduðum fataskáp sem nær til lofts
Svefnherbergi rúmgott með fataskáp sem nær til lofts
Geymsla merkt íbúðinni í kjallara
Hjóla- og vagnageymsla í sameign
Djúpgámar á lóð fyrir flokkað rusl
Hitalagnir í helstu gönguleiðum lóðar
Allir innviðir í hverfinu sterkir þ.m.t. skólar, leikskólar, verslanir og hvers konar önnur þjónusta í næsta nágrenni.
Leiðakerfi strætó tengist Gufunesi.
Allar upplýsingar á: www.gufunesid.is Íbúðirnar í húsinu eru samtals 27 talsins og þar af einungis 10 íbúðir í þessu stigahúsi, mjög fjölbreyttar 2-5 herbergja. Stærðir frá 55 fm-180 fm. Næg stæði fyrir utan hús.
Hverfið:
Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spennandi íbúðabyggð í gömlu iðnaðarhverfi sem nú hýsir kvikmyndaver og fyrirtæki í skapandi greinum. Landslagið er einstakt, vogskornir klettar, strendur með svörtum og gylltum sandi, fuglalíf og útsýni yfir Geldinganes, Viðey, Esju og miðborgina. Engar götur skilja byggðina frá náttúrunni og einungis hjóla- og göngustígar liggja að hafi.
Vatnastrætó, ylströnd, göngubrú út í Viðey og góðir göngu- og hjólastígar er meðal þess sem mun einkenna þetta skemmtilega hverfi. Það er einstakt að eiga kost á slíkri náttúruperlu í miðri höfuðborginni.
Það er stutt í alla þjónustu, hvort sem það er í verslun, skóla, leikskóla eða íþróttamannvirki. Í Spönginni má m.a. finna ýmsar matvöruverslanir, vínbúð, veitingastaði, bókasafn, apótek, heilsugæslu, menningarmiðstöð og tónlistarskóla. Stutt er í Vættaskóla sem er grunnskóli og Borgarholtsskóla sem er framhaldsskóli. Þá eru fjölmargir leikskólar í nágrenninu auk þess sem golfvöllur er skammt undan.Hafið samband við eftirfarandi fasteignasala til að skoða:Sölvi Þór Sævarsson lgfs., s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir lgfs., s. 856-3566 eða ingunn@domusnova.is
Hrannar jónsson lgfs., s. 899-0720 eða hrannar@domusnova.is
Vilborg Gunnarsdóttir lgfs., s. 891-8660 eða vilborg@domusnov.isNÁNARI LÝSING:HÖNNUÐIR: Húsin eru hönnuð af Nordic Arkitektum. Mikill fjölbreytileiki er bæði á ytra útliti húsinss og í gerðum og stærðum á íbúðum. Mikið var lagt upp úr gæða efnisvali og góðum lausnum.
HÚSIÐ: Húsið er klætt að utan með álklæðningu og því viðhaldslítið. Gluggarnir eru vandaðir ál-tré gluggar frá Byko sem hafa það einkenni að vera með hátt einangrunargildi fyrir hita og hljóði.
ÍBÚÐIR: Aukin lofthæð í flestum íbúðum, 280 cm og gólfsíðir gluggar víða. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá
VOKE IIIQuartz steinn á borðplötum í eldhúsi og frá
Tecnistone á baðherbergi. Rafmagnstæki eru af vandaðri gerð frá AEG. Span hellurborð og vandaður veggofn í innréttingu.
Blöndunar- og hreinlætistæki, vaskur og salernisskál frá Duravit (Duravit D-Code og Duravit D-Neo Rimless). Blöndunartæki eru öll í krómi frá
Grohe. Á baðherbergi eru vandaðar ljósgráar
60x60cm flísar frá
EBSON. BÍLAKJALLARINN OG GEYMSLUR: Bílastæði fylgir flestum íbúðum og góðar geymslur.
SAMEIGINLEGUR GARÐUR: Einstaklega fallegur og skjólgóður. Gróður og hellulagðir/steyptir gangstígar sem að hluta til eru með snjóbræðslu ásamt lýsingu.
AFHENDING: Fyrstu íbúðir eru til afhendingar í
apríl 2024. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, tæknilegar- og útlits breytingar meðan á byggingaframkvæmd stendur.
Myndir í söluyfirliti þessu eru tölvugerðar og endurspegla gæði og efnisval íbúða almennt en eiga ekki endilega við um viðkomandi eign.Heimild seljanda til að breyta eignaskiptasamning sé þess þörf án þess þó að rýra eignarrétt kaupanda. Innréttingateikningar eru þær sem gilda ef misræmi er milli arkitektateikninga og innréttingateikninga og eru þær áritaðar og hluti samningsins.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.