Fasteignaleitin
Skráð 22. okt. 2025
Deila eign
Deila

Hrísholt 24

EinbýlishúsSuðurland/Selfoss-800
184.9 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
459.167 kr./m2
Fasteignamat
81.700.000 kr.
Brunabótamat
91.850.000 kr.
Mynd af Erling Proppé
Erling Proppé
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1974
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2186453
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ekki vitað
Raflagnir
ekki vitað, skipt um tengla og rofa
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
Ekki vitað, skipt um 13 rúður og lista þar sem við á.
Þak
ekki vitað, málað 2009
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
verönd
Upphitun
Hitaveita / ofnakerfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Móða eða óhreinindi í/á gleri í bílskúr. 
Erling Proppé lgf. & REMAX kynna: Fallegt og mikið uppgert 4-5 herbergja einbýli á einni hæð með bílskúr innst í botnlanga við Hrísholt 24, 800 Selfoss.

// 3-4 svefnherbergi
// Mikið endurnýjað innan sem utan - upplýsingar að neðan. 
// Stór bílskúr með mikla möguleika t.d. aukaíbúð
// Endalóð 

Allar nánari upplýsingar veitir Erling Proppé lgf. sími 690-1300 eða erling@remax.is


Húsið sem er steinsteypt skráð skv. FMR 184,9 fm, íbúð 132,6 fm og bílskúr 52,3 fm.
- Fasteignamat fyrir árið 2026 verður kr. 90.950.000,-


Góð staðsetning í grónu hverfi innst í botnlangagötu þar sem stutt er í alla þjónustu. Að innan skiptist húsið í forstofu, hol, 3-4 svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, búr, baðherbergi og þvottahús. Lokað forhitakerfi er í húsinu. Bílskúrinn er mjög rúmgóður með góðri lofthæð og með afstúkaðri geymslu/vinnuherbergi með glugga og gönguhurð út í garð.

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Með 60x60 flísum á gólfi og fatahengi. Á hægri hönd er forstofuherbergi og á vinstri hönd er gestasalerni. 
Gestasnyrting: á vinstri hönd úr forstofu með flísum á gólfi og glugga.    
Stofa/borðstofa: Með harðparketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Útgengt út á sólríka verönd og garð sem snýr í suð-vestur. 
Eldhús:  Glæsileg ný innrétting, góður borðkrókur, tveir gluggar í eldhúsi og harðparket á gólfi.
Búr: Með hillum við hliðina á eldhúsi, flísar á gólfi og glugga.
Þvottahús: Mjög rúmgott með flísum á gólfi, ný innrétting, borðplötu með vaski, útgengt út á suð-austur hlið hússins við bílskúrinn.
Hjónaherbergi:  Með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.
Forstofuherbergi: Rúmgott með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi 3 og 4#: Búið að sameina þessi herbergi, harðparket á gólfi og tvöfaldur skápur. Lítið mál að breyta til baka. 
Baðherbergi: Baðinnrétting með vaski, spegill og ljós fyrir ofan, nuddbaðkar með sturtu. Dökkar flísar á gólfi og ljósar á veggjum.
Bílskúr: Stór og snyrtilegur bílskúr með góðri lofthæð, gönguhurð og flekahurð með sjálfvirkum opnara. Bílskúrinn er einangraður og múraður. Upphitaður með afrennsli af húsinu. Góð afstúkuð geymsla/vinnuherbergi í bílskúrnum og gönguhurð út í garð.  
Garður: Stór og snyrtilegur garður, hellur frá húsi að bílskúr og malarbílaplan fyrir framan bílskúrinn. Framan við húsið er steypt stétt að húsinu og lítill pallur fyrir aftan hús.  

Framkvæmdir síðustu ára samkvæmt seljanda:
2025:
- Múrviðgert að utan og málað.
- Hvít granít möl í beð að framan. 
- Gluggar lakkaðir að utan og innan, skipt um 13 gler í húsi.
- Innihurðir og fataskápar lakkað hvítt.
- Nýjar 60x60 flísar frá Álfaborg í forsstofu, gestabaðherbergi, búri og þvottahúsi.
- Nýtt rakavarið harðparket frá Álfaborg.
- Ný ljós fylgja með í kaupum, Nýjir tenglar frá JOHAN RÖNNING.
- Ný eldhúsinnrétting ásamt tækjum: Innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, bakaraofn og span helluborð.
- Ný innrétting í þvottahúsi.
2021: Þak málað.
2009: Skipt um bílskúrshurð.

Niðurlag: 
Glæsilegt einbýlishús innst í botnlanga þar sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir og alla aðra þjónustu.

Allar nánari upplýsingar:
Erling Proppé lgf. sími 690-1300 eða erling@remax.is

ATH. Myndir í auglýsingu sem sýna innbú voru búnar til með hjálp gervigreindar, það er gert einungis til að gefa hugmyndir að fullbúnu rými, hlutföll og fleiri hlutir geta hliðrast til og ber því að taka þessum myndum með fyrirvara, upprunalegu myndirnar eru einnig til staðar. 


Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
25/08/202581.700.000 kr.64.000.000 kr.184.9 m2346.133 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1976
52.3 m2
Fasteignanúmer
2186453
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
18.850.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Móhella 10
Skoða eignina Móhella 10
Móhella 10
800 Selfoss
149.6 m2
Raðhús
413
574 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina Kelduland 6
Bílskúr
Skoða eignina Kelduland 6
Kelduland 6
800 Selfoss
148.9 m2
Parhús
413
590 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Skoða eignina Engjavegur 55
Bílskúr
Skoða eignina Engjavegur 55
Engjavegur 55
800 Selfoss
176.4 m2
Einbýlishús
514
487 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina Kirkjuvegur 16
Bílskúr
Skoða eignina Kirkjuvegur 16
Kirkjuvegur 16
800 Selfoss
170.4 m2
Fjölbýlishús
5
498 þ.kr./m2
84.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin