Fasteignaleitin
Skráð 3. apríl 2025
Deila eign
Deila

Háteigur 44

RaðhúsSuðurnes/Garður-250
82.1 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
57.900.000 kr.
Fermetraverð
705.238 kr./m2
Fasteignamat
35.750.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
JE
Jóhannes Ellertsson
Byggt 2025
Fasteignanúmer
2537129
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
5 - Tilbúin til innréttingar
Eignasala **
ATH. ÞESSI ÍBÚÐ FELLUR UNDIR SKILMÁLA  HLUTDEILDARLÁNA,   
Áætlaður afhendingartími er Maí 2025.

82,1 fm íbúðin skiptist í anddyri, 2 svefnherbergi, þvottarými, baðherbergi og alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Verð 57.900.000 kr (hlutdeildarlán mögulegt)
Innréttingar verða hvítar með melamin áferð bæði í eldhúsi og á baðherbergi.
Fataskápar verða í báðum svefnherbergjum.
Öll gólf verða með harðparketi nema í votrýmum verða flísar.
Nánari lýsing eignar:
Um er að ræða innflutt timburhús frá framleiðandanum SEVE í Eistlandi. Húsið er reist á staðsteyptum sökkli.

Frágangur utanhús:
Útveggir eru timburklæddir með liggjandi klæðningu. Klæðning er meðhöndluð með svartri þekjandi viðarvörn, sem gefur svartan / dökkgráan lit. Allar áfellur eru með innbrenndum hvítum lit
Að innan eru útveggir klæddir með Fermacell (fíbergips) og málaðir með ljós-gráum lit.
Þak er klætt með tveimur lögum af ábræddum þakpappa ofan á OSB þakkrossvið.
Áfellur og þakrennur eru með innbrenndum hvítum lit. Að innan er þak klætt með annarsvegar hvítmáluðum gipsplötum og hinsvegar hvítum loftaplötum með áferð. 
Lampar og lýsing er fullfrágengin. Útilýsingu er stýrt með sólúri í rafmagnstöflu.
Öll inntök eru við aðalinngang, tengigrind og dreifing lagna er í geymslum íbúðar. Hitalagnir eru steyptar í botnplötu hússins.
Lagnir fyrir tengingar á útikrönum, vatnsfæðing að heitum potti og frárennsli verða til staðar.
Gluggar og útihurðir eru PVC. Hurðar eru með 3ja. punkta læsingum. Svalahurðir eru með opnunarstillingu. Hurð er úr stofu að sólpalli. Allir gluggar eru með opnunarstillingum. Allt gler er K-gler.
Timburpallur, ca 20 fm er á baklóð íbúða. Frágengnir skjólveggir eru á milli íbúða við timburpall.
Frágangur lóðar:
Bílastæði eru fullfrágengin með hellulögn, járnbentri steinsteypu. Lokað forsteypt sorptunnugerði fyrir 3 sorpílát er við hverja íbúð.
Lóð er fullfrágengin með grasþakningu. Fullfrágenginn timburpallur og skjólveggir milli íbúða eru á baklóð
Frágangur innanhús:
Gólfplata hússins er einangruð, járnbent og staðsteypt. Gólf hússins eru lögð með harðparketi. Gólflistar eru hvítlakkaðir. Gólf á baðherbergji er flísalagt með grófum náttúrulegum steinflísum.
Veggir innanhúss eru klæddir fermacell plötum og málaðir í ljós-gráum lit (RAL 9002). Veggir á baðherbergi eru flísalagðir með grófum náttúrulegum steinflísum.
Innihurðar eru hvít-lakkeraðar. Húnar og lykillauf eru svört að lit.  Hvítar innréttingar með melamin áferð. Svartlitaðar höldur.
Hvít eldhúsinnrétting með eyju. Bökunarofn með blæstri. Niðurfellt span-helluborð. Stór eldhúsvaskur og svart blöndunartæki Grohe eða sambærilegt. Eldhústæki eru AEG frá Ormsson eða sambærilegt frá innlendum innflutningsaðila, Baðinnrétting hvít/ljós grá með melamin áferð. Vaskur og blöndunartæki ofan-á borðplötu. Svört blöndunartæki frá Grohe eða sambærilegt. Sturtuklefi eru með þil úr hertu gleri. Svört blöndunartæki, sturtuhaus og handbrúsur í sturtum eru frá Grohe eða sambærilegt. 
Raflagnir eru fullfrágengnar. Stofntafla er í inntaksrým. Ljós eru LED ljós með warm lýsingu. Ljós eru dimmanleg. Lágspennukerfi og sjónvarps/tölvutengingar í öllum rýmum. Rofar og tenglar eru svartir að lit frá Berker eða sambærilegt.
Allar hitalagnir eru steyptar í gólfplötu hússins og stýrt með Danfoss hitanemum og stýringum fyrir hvert rými. Salerni eru innbyggð með Ceberit eða Grohe kassa, öll blöndunartæki eru frá Grohe eða sambærilegt.

Byggingaraðili: Heiðarhús ehf
Aðalhönnuður hússins er Guðmundur Þórðarson, Glóra ehf, Reykjanesbæ
Burðarþols og lagnahönnuður hússins er Kristinn Eiríksson, Tensio ehf, Reykjavík.
Raflagnahönnuðir eru Gísli Lárusson / Guðni Lárusson, G-Lár ehf, Reykjanesbæ

Kaupandi greiðir væntanlegt skipulagsgjald sem verður 0,3% af brunabótamati þegar það verður lagt á.
Nánari upplýsingar á skrifstofu hafnargötu 90a í síma 4206070  og julli@eignasala.is,  joi@eignasala.is og eignasala@eignasala.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Háteigur 44
Skoða eignina Háteigur 44
Háteigur 44
250 Garður
82.1 m2
Raðhús
312
705 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Skoða eignina Háteigur 46
Skoða eignina Háteigur 46
Háteigur 46
250 Garður
82.1 m2
Raðhús
3
705 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Skoða eignina Háteigur 46
Skoða eignina Háteigur 46
Háteigur 46
250 Garður
82.1 m2
Raðhús
312
705 þ.kr./m2
57.900.000 kr.
Skoða eignina Silfurtún 8
Skoða eignina Silfurtún 8
Silfurtún 8
250 Garður
98.1 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
570 þ.kr./m2
55.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin