Elka s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna eignina Skýjaborgir í Landsveit, 851 Hellu.Frábær staðsetning og mjög spennandi eign með einstöku útsýni til fjalla. Landið liggur að Tjarnarlæk.
Á jörðinni sem er 16,5 hektarar að stærð eru tvö hús, 49,5 m² sumarhús ásamt 297,4 m² aðstöðuhúsi sem gengur undir nafninu Loftkastalinn með eldhúsi, borð/setustofu, sal með arin, fimm svefnherbergjum og baðherbergi.
Mikil tækifæri til uppbyggingar á jörðinni sem hentar frábærlega sem sumaraðstaða fyrir fjölskyldu, hestafólk eða fyrir ferðaþjónustu.
Bókið skoðun eða fáið nánari upplýsingar hjá Elku Guðmundsd., lgf., s. 863-8813, elka@fstorg.is - Guðný Ösp Ragnarsdóttir lgf. í síma 665-8909 // gudny@fstorg.is
eða öðrum sölumönnum hjá TORGI, Sími: 520-9595 / torg@fstorg.isNánari lýsing;A landinu er búið að byggja tvö hús, annað er
sumarhús á einni hæð, byggt úr timbri og er hluti þess hús sem stóð áður við Laugaveg 6 í Reykjavík og var endurbyggt þar árið 2010. Húsið var svo flutt að Skýjaborgum árið 2017 og bætt við það.
Húsið situr á forsteyptum einingum, burðarvirki, gólf, veggir og þak er úr timbri og klætt með bandsagaðri furu. Á þaki er galvaniserað bárustál.
Hitt húsið er
aðstöðuhús sem byggt er utan um og ofan á tvo 40 feta og tvo 20 feta stálgáma sem sitja á forsteyptum einingum ofan á þjappaðri fyllingu.
Gólf í húsinu utan við gámaeiningar er að hluta til steypt og að hluta til timburgólf á lektum.
Utan á gámaeiningar er sett timburgrind og klætt með bandsagaðri furu í svörtum lit eins og á sumarhúsi. Þak er byggt úr timbri með galvaniseruðu bárustáli.
Utan við aðstöðuhús hefur verið settur niður 40 feta stálgámur sem er nýttur sem geymsla.
Aðstöðuhús er óeinangrað nema úthlið herbergiseininga. Herbergi, eldhús og borðstofa (billiard stofa) er upphitað með rafmagnsofnum.
Undirstöður er komnar fyrir ca 130 fm sumarhús og geta teikningar af því fylgt.
Kalt vatn er fengið úr einka borholu. Hitaveita er ekki til staðar.
Landið er ekki deiliskipulagt og því eru nokkuð víðtækar heimildir til bygginga á landinu.
Einstök staðsetning í náttúruparadís með einstöku útsýni til allra átta. Mikil friðsæld og kyrrð.
Smellið á linkinn til að sjá google maps staðsetningu Einstaklega fallegur staður í faðmi fjallahringsins við Tjarnarlæk með einstöku útsýni, ma. til Heklu, Tindfjallajökuls og EyjafjallajökulsNánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.