** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **
RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega falleg, björt og vel skipulögð fjögurra herbergja 129,6 fm. efri sérhæð með sérinngangi á eftirsóttum stað við Baugakór 10, Kópavogi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús opið til stofu og borðstofu með útgengt út á stórar suður svalir (leyfi er fyrir yfirbyggingu/svalalokun), þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með gólfhita og þvottahús. Geymsla er innan íbúðar, með glugga og mætti nýta sem fjórða svefnherbergið. Stór sameiginlegur garður og tvö bílastæði fylgja íbúð.
Góð staðsetning í fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, íþróttastarf, sundlaug, alla helstu þjónustu og verslanir. Jafnframt eru fallegar göngu- og hjólaleiðir í næsta nágrenni.
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.isNánari lýsing:Forstofa er flísalögð, mjög rúmgóð og með stórum fataskápum sem ná upp í loft.
Eldhús er mjög glæsilegt, opið til stofu og borðstofu, parket á gólfum. Falleg ljós viðarinnrétting með eyju og
granítstein á borðum. Helluborð, stál-háfur, ofn í vinnuhæð og gert er ráð fyrir amerískum ísskáp.
Stofa og borðstofa er í björtu og opnu rými með útgengt út á flísalagðar
18,4 fm. svalir til suðurs. Búið er að samþykkja leyfi fyrir svalalokun.
Þrjú svefnherbergi öll rúmgóð og björt með fataskápum, parket á gólfum. Í hjónaherbergi er horngluggi með útsýni sem gefur jafnframt fallega birtu inn í rýmið.
Baðherbergi er með flísalagt gólf og vegg að hluta, falleg hvít vaskinnrétting með
granítstein á borði, spegli og innbyggðri lýsingu. Upphengt salerni og handklæðaofn. Sturta er flísalögð, nýlega endurnýjuð (2021) með góðum blöndunartækjum og fallegu reyklituðu glerþili. Stór opnanlegur gluggi.
Þvottahús er flísalagt, með góðum innréttingum og geymsluplássi. Stálvaski og stórum opnanlegum glugga.
Geymsla er innan íbúðar frá forstofu, rúmgóð og með glugga og mætti því nýta sem fjórða svefnherbergið.
Garður er sameiginlegur og falleg aðkoma einnig fyrir framan hús.
Tvö bílastæði fylgja íbúð. Búið er að leggja rafmagnskapal í jörðu fyrir hleðslustöð rafmagnsbíla, fjóra staura á bílastæðum..
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.