Fasteignaleitin
Skráð 23. okt. 2025
Deila eign
Deila

Axlarás 74

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
194.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
143.500.000 kr.
Fermetraverð
737.410 kr./m2
Fasteignamat
18.200.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Ragnar Kristján Guðmundsson
Ragnar Kristján Guðmundsson
Fasteignasali
Þvottahús
Bílskúr
Fasteignanúmer
2523347
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Matsstig
3 - Risin bygging
Ragnar Guðmundsson lgfs, S: 844-6516, löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu og KB Verk kynna með stolti Axlarás 68 - 74 í Áslandshverfi, Hafnarfirði. Glæsileg ný staðsteypt raðhús á einni hæð á frábærum stað í nýja Áslandi 4 í Hafnarfirði.

Axlarás 74 er 4ra herbergja endaraðhús alls skráð 194,6 fm. þar af er 26,5 fm. bílskúr. Frá stofu og borðstofu er útgengt á 65,2 fm verönd.
Eignin skiptist í anddyri/forstofu, gang, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, geymslu, bílskúr, rúmgott alrými sem er opið við eldhús, stofu og borðstofu. 

Eignin er hluti af vandaðri nýrri raðhúsalengju sem sameinar nútímaleg þægindi, orkunýtingu og nýjustu tækni og gert er ráð fyrir free@home hússtjórnunarkerfi, loftræstikerfi, gas arinn, vönduðu álgluggakerfi, bluetooth aðgengi á útidyrahurð, rafmagnsgardínum og margt fleira. Raflagna- og ljósahönnun er í höndum LUMEX. Húsið er einangrað og klætt að utan með viðhaldslausri álklæðningu. Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan (áður byggingarstig 5). Glæsileg utanhússklæðning í bland við sjónsteypu gerir húsið einstaklega stílhreint og vandað.
Frábær staðsetning í suðurhlíðum Ásfjalls sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar (Hvaleyrarvatn og Helgafell í bakgarðinum).

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is  

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins: KB Verk - Axlarás
Eignin afhendist skv. meðfylgjandi skilalýsingu;  Skilalýsing Axlarás
Sjá hlekk að teikningum; Teikningar


Gert er ráð fyrir eftirtöldum tæknilausnum:
-Free@home hússtýringarkerfi – undirbúið fyrir snjallheimili.
-Möguleiki á rafmagnsstýrðum gardínum í flestum herbergjum.
-Möguleiki á óbeinni LED lýsingu í flestum gluggum.
-Bluetooth aðgangsstýring á útidyrahurð frá Schueco (Álvík ehf.).
-Hurð fyrir bílskúr fylgir frágengin með sjálfvirkum opnunarbúnaði og einni fjarstýringu (vönduð hurð frá Hörmann).
-Útiljós og tenglar verða komin þar sem við á. Innfelld lýsing verður í skyggni við
aðkomuleið.
-Vandaðir álgluggar eru ýmist álklæddir timburgluggar og vandaðir álgluggar og hurðir frá BYKO
í dökkgráum lit (RAL- 7021) að utan og innan.
-Gasarinn í stofu (undirbúningur).
-Gert er ráð fyrir loftræstikerfi í öllu húsinu. Loftræstilagnir komnar í plötu.
Vatns,- og þrifalagnir fylgja frágengnar að töppunarstöðum, skv. teikningu. Forhitari
er á heitu neysluvatni.

***Kaupendum stendur til boða að fá húsið fullfrágengið í samvinnu við byggingaraðila.***
***Einnig er hægt að fá ráðgjöf af byggingar aðila varðandi frágang hússins*** 


KB Verk er byggingaraðili og arkitekt hússins er Gunnar Páll - Rýma arkitektar. Verkfræðihönnun - Eyjólfur Valgarðsson. Rafmagns- og ljósahönnun - Helgi Kristinn – LUMEX.

Afhending:  Janúar-febrúar 2026

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í S: 844-6516 eða ragnar@fstorg.is  


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
33.8 m2
Fasteignanúmer
2523347
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
3 - Risin bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Áshamar 26 íb. 501
Bílastæði
Áshamar 26 íb. 501
221 Hafnarfjörður
137.4 m2
Fjölbýlishús
423
945 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Hnoðravellir 35
Bílskúr
Skoða eignina Hnoðravellir 35
Hnoðravellir 35
221 Hafnarfjörður
186.7 m2
Raðhús
514
749 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Skoða eignina Axlarás 35
Bílskúr
Opið hús:25. okt. kl 15:00-15:30
Skoða eignina Axlarás 35
Axlarás 35
221 Hafnarfjörður
237.6 m2
Raðhús
726
589 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Skoða eignina Axlarás 33
Bílskúr
Opið hús:25. okt. kl 15:00-15:30
Skoða eignina Axlarás 33
Axlarás 33
221 Hafnarfjörður
237.6 m2
Raðhús
726
589 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin