BYR fasteignasala kynnir í einkasölu SMYRLAHEIÐI 41, 810 Hveragerði. Endaraðhús á einni hæð, með góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða, á vinsælum stað, með sér stæði í bílakjallara. Sameiginlegt bílaþvottaplan og samkomusalur, stutt er í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 2008. Eignin skiptist í íbúð, 114.9 m² að stærð og geymslu í sameign, 7.7 m² að stærð, samtals 122.6 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.
Í bílakjallara: Lyfta, sér bílastæði með lögn fyrir hleðslustöð, sér geymsla og bílaþvottaaðstaða.
Í Turni: Setustofa og fullbúinn veislusalur fyrir 50 manns, lyfta.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 483 5800 |Nánari lýsing:Anddyri með fjórföldum fataskáp.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, lofthæð u.þ.b. 3,6 metrar þar sem hæðst er. Gengið er frá stofu út á
timburverönd (vestur), síðir gluggar með sólarfilmu og felligardínum.
Eldhús, eyja með stálvaski, gert er ráð fyrir uppþvottavél í eyju, ofn í vinnuhæð, háfur, helluborð, tækin eru frá AEG. Siemens ísskápur fylgir.
Svefnherbergi eru þrjú, í hjónaherbergi er áttfaldur fataskápur, tvöfaldur fataskápur er í öðru minna herberginu en einfaldur í hinu.
Baðherbergi er flísalagt að hluta, vaskinnrétting, handklæðaskápur, upphengt salerni, sturta og handklæðaofn. Aðstaða fyrir þvottavél/þurrkara er inni á baðherbergi.
Geymsla innan íbúðar, gólfhitakista, skápar.
Geymsla og
bílastæði í kjallara.
Rennihurðir eru að alrými, tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og geymslu.
Gólfefni: Flæðandi harðparket er á alrými, gangi og svefnherbergjum. Flísar á forstofu, baðherbergi og geymslu í íbúð.
Gólfhiti er í eigninni, Danfoss hitastýringar á veggjum. Reglulegt viðhald á hitagrind hefur verið framkvæmt af Súperlögnum ehf.
Sameiginleg aðstaða er fyrir íbúa kjarnans í sér húsi/turni sem staðsett er fyrir miðjum kjarnanum. Þar er samkomusalur og setustofa með aðgengi fyrir hreyfihamlaða og lyfta niður í bílakjallara. Hverri íbúð fylgir
sér bílastæði í bílageymslu og
sér geymsla sem staðsett er fyrir framan bílastæðið. Sameiginlegt bílaþvottastæði er í bílageymslu.
Samningur er við ON um leigu á hleðslustöðvum og þjónustu á rafhleðslukerfi. Smyrlaheiði 37 - 41 er fimm íbúða raðhús, timburhús klætt að utan með liggjandi báruálsklæðingu, viðarklæðning er á göflum og við inngang, dúkur á þaki. Hellulagt er fyrir framan hús, snjóbræðsla í hellulögn.
Samkvæmt eignaskiptasamningi tilheyrir íbúðinni
35 m² sérafnotaflötur á lóð. Timburverönd, u.þ.b. 30 m² að stærð, með skjólveggjum er við húsið að vestanverðu, veröndin nær að lóðarmörkum.
Steypt sorptunnugeymsla fyrir tvær sorptunnur er framan við hús.
Skipt var um glugga og gler í hjónaherbergi 2022, Vörðufell ehf, sá um smíði og skipti á glugga. Laus rafmagnspottur á verönd fylgir ekki. Samkvæmt eignarskiptayfirlýsingu Smyrlaheiði 1- 44 Hveragerði skjal nr. 433-A-002422/2008.Eign 09.0101 Smyrlaheiði 41, fasteignanúmer 221-0213. Eignin er íbúð merkt 09.0101, 114.9 m² ásamt geymslu 7.7 m² í mhl.11 merkt 11.0029 og bílastæði merkt B29.
Eigninni fylgir einnig hlutur í sameign allra í mhl. 11 og lóð. Eigninni tilheyrir einnig 35 m² sérafnotaflötur á lóð. Birt stærð séreignar er 122.6 m².
Mhl. 09. Hlutfallstala í húsi 24,19 %. Hlutfallstala í lóð (báðir mhl teknir inní) 2,69 %
Mhl. 11 (bílakjallari). Hlutfallstala í húsi 2,40 % Hlutfallstala í hitakostnaði mælir A (upphitun lokaðra rýma í matshlutanum) 2,34% Hlutfallstala í hitakostnaði mælir B (snjóbræðsla á lóð) 1/43 hluti.
Hlutfallstala í rafmagnskostnaði sam.allra (X) 1/43 hluti.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 221-0213.Stærð: Íbúð 114.9 m². Geymsla 7.7 m². Samtals 122.6 m².
Brunabótamat: 61.800.000 kr.
Fasteignamat: 69.000.000 kr
Byggingarár: Íbúð 2008. Geymsla 2007.
Byggingarefni: Timbur.
Eignarhald:
11.0029 - Séreign. Rými 11.0029 Geymsla 7.7 Brúttó m². 09.0101 Íbúð 114.9 Brúttó m².
Gjöld er kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati, u.þ.b. kr. 552.000.- - 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða u.þ.b. kr. 276.000.- - 1.6% fyrir lögaðila u.þ.b. kr. 1.104.000.-.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali s.s. kaupsamning, veðskuldabréfi, veðleyfi, afsali o.fl. kr. 2.700,- af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá heimasíður lánastofnanna.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.-, með vsk.
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
BYR fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir leita sér sérfræðiaðstoðar um nánari skoðun um ástand eignar.Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak o.s.frv.