Fasteignaleitin
Skráð 22. okt. 2024
Deila eign
Deila

Tangabryggja 15

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
146.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
751.196 kr./m2
Fasteignamat
95.950.000 kr.
Brunabótamat
89.430.000 kr.
Byggt 2019
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2369434
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
6
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
upprunalegar
Gluggar / Gler
upprunalegir
Þak
upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
1
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir glæsileg 4ra herbergja íbúð á 6. og 7. hæð (efstu) í penthouse stíl í nýlegu lyftuhúsi í Bryggjuhverfi.  Eignin er skráð 146,3 fm en er mun stærri að gólffleti. Mikil lofthæð setur svip sinn á íbúðina. Íbúðin skiptist í stórt alrými með stofum, eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi á neðri hæð og tvö svefnherbergi, baðherbergi og pall á efri hæð. Inngangar eru í íbúðina af báðum hæðum. Bílastæði í bílakjallara með rafhleðslustöð fylgir íbúðinni. Allar innréttingar eru frá GKS. Húsið er byggt árið 2019 af ÞG Verk. Um er að ræða sérlega skemmtilega og bjarta íbúð.

* Seljendur skoða skipti á 2-3 herbergja íbúð *
 
 Neðri hæð: Forstofa með fataskápum. Mjög stórt alrými sem skiptist í stofu, eldhús, borðstofu og sjónvarpshorn. Eldhúsinnrétting með eyjuborði og innbyggðum tækjum í eldhúsi, þar á meðal ísskáp og uppþvottavél. Mikil lofthæð að hluta einkennir alrýmið sem setur skemmtilegan svip á rýmið ásamt þakgluggum sem gefa góða birtu. Góðar suðursvalir eru út frá stofu. Rúmgott svefnherbergi með fataskápum. Baðherbergi með góðum innréttingum, upphengdu salerni og sturtu með glervegg.
Efri hæð: Stigi upp á efri hæð. Pallur með vinnuaðstöðu og stórum fataskáp. Mjög stórt svefnherbergi með stórum glugga. Annað minna herbergi með fataskáp. Baðherbergi með góðum innréttingum, upphengdu salerni og sturtuklefa, aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara á baðherberginu.
Gólfefni íbúðarinnar eru harðparket á öllum gólfum nema flísar eru á baðherbergjum.
Skráð stærð íbúðar er 135,2 fm og geymsla 11,1 fm en gólfflötur íbúðar er 16,3 fm stærri en skráning segir þar sem hluti íbúðar eru undir súð og því heildarstærð gólffermetrar 162,6 fm.

Í kjallara er sér geymsla íbúðarinnar ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Í bílakjallara er sér bílastæði sem fylgir íbúðinni með rafhleðslustöð.
Lóð hússins er í botni götunnar með fjölda einkabílastæða fyrir húsið staðsett ofan á bílakjallara. Aðkoma að húsinu er sérlega snyrtileg með hellulögn og upphituðum gönguleiðum.  Góð samstaða í húsinu um þrif og viðhald sameignarinnar og lóðarinnar.  
Húsið var byggt af ÞG Verk árið 2019 og er því um nýlega eign að ræða. Íbúðin lítur mjög vel út með mikilli lofthæð í stofu og stórum og björtum gluggum. Húsið er klætt að utan með vandaðri álklæðingu sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Innréttingar frá GKS , framleiddar af Nobilia í Þýskalandi samkvæmt ítrustu gæðakröfum. 
 
Glæsileg íbúð sem vert er að skoða.

Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/06/202095.950.000 kr.63.000.000 kr.146.3 m2430.622 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2019
Fasteignanúmer
2369434
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B5
Númer eignar
2
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.130.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lind fasteignasala ehf
https://www.fastlind.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Naustabryggja 25
Bílastæði
Skoða eignina Naustabryggja 25
Naustabryggja 25
110 Reykjavík
177.3 m2
Fjölbýlishús
523
620 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunbær 143
Skoða eignina Hraunbær 143
Hraunbær 143
110 Reykjavík
169 m2
Raðhús
615
698 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Elliðabraut 8
Bílastæði
Skoða eignina Elliðabraut 8
Elliðabraut 8
110 Reykjavík
134.5 m2
Fjölbýlishús
514
736 þ.kr./m2
99.000.000 kr.
Skoða eignina Lækjarvað 10
Bílskúr
Skoða eignina Lækjarvað 10
Lækjarvað 10
110 Reykjavík
160.5 m2
Fjölbýlishús
514
714 þ.kr./m2
114.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin