Fasteignaleitin
Opið hús:26. nóv. kl 17:00-17:30
Skráð 22. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Langholtsvegur 165A

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
104.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
84.900.000 kr.
Fermetraverð
811.663 kr./m2
Fasteignamat
72.100.000 kr.
Brunabótamat
50.900.000 kr.
Mynd af Aðalsteinn Steinþórsson
Aðalsteinn Steinþórsson
Viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali
Byggt 1963
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2023465
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Svalir
Tvennar svalir
Lóð
36,16
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Móða i gleri í stofuglugga til vesturs. 
Kvöð / kvaðir
Eignaskiptayfirlýsing sjá skjal nr. 441-A-003303/2021, Um eignarhlutföll o.fl. sjá eignarskiptayfirlýsingu
Lóðarleigusamningur sjá skjal nr.  411-T-008559/2009 endurnýjaður samningur 384 fm.leigulóð til 75 ára frá 1.6.06, alm. kvöð um hvers konar lagnir borgarsjóðs og stofnana hans.
Yfirlýsing sjá skjal nr.  441-E-007902/2017 Samkomulag um skiptingu viðhalds að Langholtsvegi 165 og 165A.
Valborg fasteignasala kynnir 4ra herbergja 104,6 fm íbúð á efri hæð við Langholtsveg 165A, Reykjavík.  Íbúðin er björt, vel skipulögð og mjög mikið endurnýjuð með sérinngangi og tvennum svölum. Eignin skiptist í stofu, eldhús, hol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, forstofu, geymslu og sameign.

Stofa/borðstofa/: Rúmgóð, steinn á gólfi, opið er inn í eldhús.
Eldhús: Hefur allt verið endurnýjað. Stór innrétting, vaskur, ofni í vinnuhæð, span helluborð og uppþvottavél. 
Baðherbergi: Hefur allt verið endurnýjað, flísar á gólfi og veggjum við sturtu yfir baðkari, vegghengt salerni. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara með góðu skápaplássi.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, fataskápur og svalir sem snúa út í bakgarð.
Svefnherbergi 1: Inngengt úr forstofu, parket á gólfi og svalir. 
Svefnherbergi 2: Með stein á gólfi.
Forstofa: Teppalagður stigi upp á hæð, fatahengi og lítið andyri. Úr andyri er gengið inn í miðrými íbúðarinnar.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara. Í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og þvottahús.

Búið er að stækka baðherbergið með því að sameina það við lítið herbergi á teikningu.  Einnig var eldhús fært og er núna opið inn í stofu.  Þriðja svefnherbergið er þar sem eldhúsið var.  Forstofa hefur verið stækkuð og hurð færð.

Viðhald og viðgerðir að sögn seljanda;
2024: Frárennsli í húsinu endurnýjað.
2022: Allt neysluvatn og frárennsli í búðinni að inntaki sett í nýjar lagnir.
2022: Ný gólfefni sett á alla íbúðina.
2022: Ný eldhúsinnrétting og heimilistæki.
2022: Baðherbergi endurnýjað, stækkað og flísalagt.  Sett aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.  
Skipt hefur verið um glugga að hluta og allt gler nema í vesturglugga í stofu. Nýtt járn sett á þak 2017-2018.

Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem matvöruverslanir, apótek, skóla, leikskóla. Einnig er afar stutt í útivistarsvæði í Elliðaárdalnum og Laugardalnum. Góð staðsetning við stígakerfi og stofnæðar.

Hafið samband og bókið skoðun. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson Viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali, í síma 896-5865, tölvupóstur alli@valborgfs.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/11/202150.350.000 kr.54.900.000 kr.104.6 m2524.856 kr.
15/09/201733.950.000 kr.37.000.000 kr.90.6 m2408.388 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sæviðarsund 15
Bílskúr
Skoða eignina Sæviðarsund 15
Sæviðarsund 15
104 Reykjavík
117.2 m2
Fjölbýlishús
312
738 þ.kr./m2
86.500.000 kr.
Skoða eignina Súðarvogur 9 íb. 301
Bílastæði
Súðarvogur 9 íb. 301
104 Reykjavík
106 m2
Fjölbýlishús
312
810 þ.kr./m2
85.900.000 kr.
Skoða eignina Kuggavogur 19
Skoða eignina Kuggavogur 19
Kuggavogur 19
104 Reykjavík
96.5 m2
Fjölbýlishús
312
838 þ.kr./m2
80.900.000 kr.
Skoða eignina Kuggavogur 1
Skoða eignina Kuggavogur 1
Kuggavogur 1
104 Reykjavík
103.6 m2
Fjölbýlishús
312
804 þ.kr./m2
83.300.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin