Fasteignasalan TORG kynnir: Nýtt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, alls 272,2fm, þar af 21,5fm bílskúr. Húsið afhendist fullklárað að utan, fokhelt að innan og með grófjafnaðir lóð. Um er að ræða glæsilegt staðsteypt einbýli á tveimur hæðum í nýja Áslandi 4 í Hafnarfirði. Frábær staðsetning í suður hlíðum Ásfjalls sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar (Hvaleyrarvatn og Helgafell í bakgarðinum). Húsið er einstaklega vandað og er gert ráð fyrir auka íbúð á neðri hæð, c.a. 59,8fm, aðalíbúðin er áætluð um 190,9fm + bílskúr 21,5fm eða samtals 212,4fm. Húsið er einangrað og klætt að utan með viðhaldslítilli álklæðningu og olíuborni bandsagðri furu. Húsið skilast fullklætt að utan fokhelt að innan og grófjafnaðri lóð. Húsið er tilbúið til afhendingar.
Allar nánari Upplýsingar veita Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali í GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.is og/eða Hafdís Rafnsdóttir, fasteignasali í GSM: 820-2222 eða hafdis@fstorg.isNánari lýsing: sjá skilalýsingu seljanda.Húsið er samtals 272,2fm. Skiptist í annars vegar íbúðarrými alls 250,7fm og hins vegar bílskúr 21,5fm. Neðri hæð er alls skráð 138,8fm og efri íbúðarhæð er alls skráð 111,9fm + bílskúr 21,5fm.
Auka íbúð á jarðhæð er um 59,8fm. Aðaleignin er því á jarðhæð og efrihæð ásamt bílskúr samtals 212,4fm, sjá nánar í skilalýsingu og samþykkt teikningar. Húsið er tilbúið til afhendingar.
*Hægt er að fá húsið lengra komið, samkvæmt nánara samkomulagi við seljanda.
Allar nánari Upplýsingar veita Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali í GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.is og/eða Hafdís Rafnsdóttir, fasteignasali í GSM: 820-2222 eða hafdis@fstorg.isForsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.