Fasteignaleitin
Skráð 4. sept. 2025
Deila eign
Deila

Smáratún 37

Tví/Þrí/FjórbýliSuðurnes/Reykjanesbær-230
158.6 m2
5 Herb.
1 Baðherb.
Verð
74.800.000 kr.
Fermetraverð
471.627 kr./m2
Fasteignamat
69.500.000 kr.
Brunabótamat
70.060.000 kr.
Mynd af Benedikt Ólafsson
Benedikt Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1969
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2090423
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
sagt í lagi
Raflagnir
sagt í lagi
Frárennslislagnir
sagt í lagi
Gluggar / Gler
sagt í lagi
Þak
sagt í lagi
Svalir
pallur
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Móða í einu gleri í stofunni.
STOFN Fasteignasala og Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali kynna: Smáratún 37, 230 Reykjanesbær. Um er að ræða 158.6 fm. fallega og vel skipulagða neðri sérhæð sem hefur verið endurnýjuð að hluta, þar af er 28 fm. góður bílskúr með hita, rafmagni, bílskúrshurðaopnara, hellulögð innkeyrsla með hitalögn, upp að inngangi íbúðar. Eignin er í góðu tvíbýlishúsi og státar af fallegum og afgirtum skjólgóðum garði með sólpalli, góðu setusvæði, heitum potti – frábært svæði fyrir útiveru og samveru allt árið.

Smáratún 37, 230 Reykjanesbær, nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Smáratún 37 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 209-0423, birt stærð 158.6 fm. Skiptist í: Íbúð 130,6 fm. Bílskúr 28 fm.



*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*


Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, Löggiltur leigumiðlari, í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is.


*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*


Helstu endurbætur:
  • Gluggar endurnýjaðir að hluta
  • Þak og gluggar á bílskúr endurnýjaðir
  • Skolp endurnýjað
  • Ofnar endurnýjaðir að hluta
  • Allar innihurðir, svalahurð og útidyrahurð endurnýjaðar (2009)
  • Eldhús endurnýjað með innbyggðum tækjum (uppþvottavél, bakaraofn, örbylgjuofn og tveir ísskápar)
  • Parket og flísar á gólfum endurnýjuð (flísar frá Álfaborg)
  • Innkeyrsla hellulögð með hitalögn
  • Skipt um alla ramma á tenglum og rofum (efni frá Ískraft)
Samantekt: Um er að ræða mjög vel við haldna og mikið endurnýjaða eign með sérinngangi, bílskúr, heitum potti og fallegum garði. Fjölmargar vandaðar úrbætur auka gæði og þægindi eignarinnar. Nýtt salerni með þvottaaðstölu. Björt og rúmgóð íbúð sem hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur.

Eignin skiptist í:
Forstofu, herbergisálmu, stofu og borðstofu, eldhús, þvottahús, salerni, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og bílskúr.
Skipulag rýma

Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur
Gangur: Breiður gangur með parket á gólfi, gangurinn tengir saman stofu og útgengi á fallega verönd og út á baklóð.
Stofa/ borðstofa: Mjög rúmgóð og björt með parket á gólfi, vönduð LED lýsing frá Pfaff.
Eldhús: Fallegt nýleg eldhús innrétting með innbyggðum og nýlegum tækjum, stór eyja sem hægt er sitja við, mjög gott geymslu og vinnupláss.
Gestasalerni: Innaf eldhúsi er glæsilegt salerni með viðarþiljum og flísum, innfelldri LED lýsingu, upphengtu salerni og fallegri innréttingu (rýmið var upprunalega þvottahús sjá teikn.).
Þvottahús: Er innan salernis með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, einstaklega glæsilegt, góðar innréttingar og upphengt salerni.
Herbergjagangur: Með parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott hjóna herbergi með miklu skápaplássi, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Mjög rúmgott með parket á gólfi. 
Svefnherbergi/ sjónvarpsherb: Ágætis herbergi með parket á gólfi, notað í dag sem sjónvarpsherbergi.
Baðherbergi: Ágætis innrétting með handlaug, skáp, baðkar með sturtu aðstöðu og salerni. Innan baðherbergis er einnig sturta og gott skápapláss, flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi (3): Öll með parketi á gólfum, fataskápur í einu þeirra
Bílskúr: 28 fm. með heitu og köldu vatni, hita, rafmagni og bílskúrshurðaopnara, endurnýjað þak og gluggar.
Garður og lóð: Stór og skjólgóður garður með gróðri, trjám og grasflöt. Rúmgóður sólpallur með setusvæði og heitum potti. Beint fyrir aftan lóðina er hverfisgarður með göngustígum og leiktækjum sem nýtist vel fyrir fjölskyldur og börn.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, leigumiðlari, í síma 661 7788, tölvupóstur bo@stofnfasteignasala.is.

Við hjá STOFN Fasteignasölu setjum þig í fyrsta sætið.
Við vinnum af heilindum, dugnaði og metnaði til árangurs og er okkur sannur heiður að fá að vera fasteignasalinn þinn.
STOFN Fasteignasala – Setjum þig í fyrsta sætið.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður. 
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/06/202245.900.000 kr.61.500.000 kr.158.6 m2387.767 kr.
10/04/201827.150.000 kr.43.500.000 kr.158.6 m2274.274 kr.Nei
12/12/201723.800.000 kr.37.500.000 kr.158.6 m2236.443 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1969
28 m2
Fasteignanúmer
2090423
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.810.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heiðargarður 15
Bílskúr
Heiðargarður 15
230 Reykjanesbær
149.3 m2
Raðhús
55
519 þ.kr./m2
77.500.000 kr.
Skoða eignina Hafnargata 23
Bílastæði
Skoða eignina Hafnargata 23
Hafnargata 23
230 Reykjanesbær
156 m2
Fjölbýlishús
312
497 þ.kr./m2
77.500.000 kr.
Skoða eignina Faxabraut 33
Skoða eignina Faxabraut 33
Faxabraut 33
230 Reykjanesbær
151.3 m2
Fjölbýlishús
524
512 þ.kr./m2
77.500.000 kr.
Skoða eignina Sóltún 20
Skoða eignina Sóltún 20
Sóltún 20
230 Reykjanesbær
102.5 m2
Einbýlishús
25
707 þ.kr./m2
72.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin