Búðarstígur 16a og 16b, Eyrarbakka. Í einkasölu.
Skemmtilegt fjölskylduhús með auka íbúð.
Um er að ræða reisulegt einbýlishús með auka íbúð við Búðarstíg á Eyrarbakka. Húsið er á þremur hæðum og er með auka íbúð. Húsið er í heildina 299,7 fm. að stærð en eignin skiptist í 258,6 fm. íbúðarhús þar af er bílskúr 47,2 fm. auk þess er sér íbúð sem er 41,1 fm. að stærð. Húsið var allt endurnýjað árið 1990 s.s. skipt um einangrun, klæðningu, glugga, rafmagn, skolp- og hitalagnir og þá var einnig byggt við það. Í íbúðarhúsinu eru fjögur svefnherbergi, þrjú baðherbergi, forstofa, stofa, eldhús, sjónvarpshol, þvottahús og geymsla. Í sér íbúðinni er forstofa, stofa, eldhús, herbergi, baðherbergi og svefnloft.
Íbúðarhús:
Forstofa: Flísalögð. Útgengt á pall að bakatil.
Stofa og borðstofa: Niðurlímt parket (vaxborin eik)
Eldhús: Eikarinnrétting og niðurlímt parket (vaxborin eik)
Hol: Niðurlímt parket (vaxborin eik)
Baðherbergi: Handklæðaofn, sturtuklefi, upphengt salerni, innrétting með vaski. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.
Herbergi: Niðurlímt parket (vaxborin eik)
Stigi uppá efrihæð: Eikarstigi
Sjónvarpshol: Teppalagt, upptekið loft er á efri hæð.
Baðherbergi: Flísalagt, baðker, vaskur með innréttingu og salerni.
Hjónaherbergi: Parket er á gólfi og þar eru fataskápar.
Viðbygging:
Forstofuherbergi: Flísalagt.
Þvottahús: Flísalagt, hvít innrétting
Bakinngangur: Flísalagður. Þar er afstúkað salerni með vaski.
Bílskúr: Steypt gólf, álflekahurð með rafmagnsopnara. Óeinangrað loft í bílskúr.
Kjallari:
Þar er steypt málað gólf, ekki er full lofthæð í kjallara
Geymsla: Málað gólf
herbergi: Málað gólf.
Sér íbúð:
Forstofa: Dúklögð
Stofa: Dúklögð
Eldhús: Dúklagt og þar er innrétting.
Baðherbergi: Flísalagt en þar er salerni, sturta, innrétting með vaski og tengi fyrir þvottavél.
Svefnloft er yfir hluta af íbúðinni.