Fasteignaleitin
Skráð 20. nóv. 2023
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Ciudad Quesada

EinbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
150 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
104.900.000 kr.
Fermetraverð
699.333 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Sérinng.
Fasteignanúmer
700170923
Húsgerð
Einbýlishús
Númer hæðar
0
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*RÚMGÓÐ EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ - FRÁBÆR STAÐSETNING*

Falleg, rúmgóð og vel hönnuð einbýlishús á einni hæð  með góðum garði og einkasundlaug í Ciudad Quesada, fallegum spænskum bæ, um 45 mín akstur suður af Alicante. Master svefnherbergi með sér baðherbergi og fataherbergi,  tvö svefnherbergi til viðbótar, bæði með sér baðherbergi og auk þess gestasnyrting. Rúmgóð stofa, borðstofa og vel hannað eldhús í björtu opnu rými. Þvottahús. Möguleiki er að bæta við rými í kjallara sem hægt er að nýta sem bílskúr og tómstundarrými, vinnuaðstöðu, sjónvarpsherbergi og/eða gestaherbergi. Verönd  út frá stofu og einkasundlaug. Bílastæði inni á lokaðri lóð. Hægt er að velja úr tveimur mismunandi teikningum, báðar mjög flottar. Þetta eru með glæsilegri einbýlishúsum sem við höfum fengið í sölu lengi.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is


Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun. 

Verslanir og veitingastaðir í göngufæri, auk þess líkamsræktarstöð og skemmtilegar gönguleiðir.
Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  La Marquesa, og  La Finca. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin og Las Colinas.

Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 15-20 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.

Ciudad Quesada er skemmtilegur bær á Costa Blanca svæðinu, í góðu umhverfi með sjarmerandi bæjarlífi,  Ca. 20-30 mín. akstur í suður frá Alicante flugvellinum. 

Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK.
Frá 699.900 evrum  (ISK 104.900.000.000) + kostn. við kaupin, ca. 13%

Húsin eru til afhendingar 15 mánuðum eftir undirritun kaupsamnings.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fá húsin afhent fullbúin húsgögnum gegn aukagjaldi.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: bílastæði, sér garður, air con, einkasundlaug, möguleiki á kjallara
Svæði: Costa Blanca, Ciudad Quesada,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Lomas de Cabo Roig
SPÁNAREIGNIR - Lomas de Cabo Roig
Spánn - Costa Blanca
151 m2
Einbýlishús
433
754 þ.kr./m2
113.800.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Spánn - Costa Blanca
140 m2
Fjölbýlishús
423
815 þ.kr./m2
114.100.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Spánn - Costa Blanca
153 m2
Einbýlishús
423
650 þ.kr./m2
99.400.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Spánn - Costa Blanca
152 m2
Einbýlishús
423
663 þ.kr./m2
100.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache