Bogi Molby Pétursson fasteignasali og Lind fasteignasala kynna til sölu: Vandaða fimm herbergja útsýnisíbúð í lyftuhúsi með stæði í bílskýli. Íbúðin er á þriðju hæð hússins með 12,5 fm vestursvölum og svalalokun. Íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymsla ásamt hlutdeild í sameign. Fjögur svefnherbergi. Möguleiki að fækka herbergjum og stækka stofur. Vandaðar innréttingar og gólfefni og stórar lokaðar svalir/sólstofa
SKV. fmr. íbúðarými 112,6fm. Geymsla 10,7fm. Alls123,3fm. Byggingarár 2020.
Húsið er byggt af Mótx árið 2020, fjöldi íbúða í húsinu eru 20. Um er að ræða vandaða og bjarta íbúð þar sem mikið er lagt upp úr hljóðvist og loftgæði. Svalalokun og fallegt útsýni yfir Elliðavatn. Íbúðin skiptist í anddyri, fjögur svefnherbergi, baðherbergi,þvottahús, eldhús, stofu/borðstofu og geymslu. Norðlingaholt er í nágrenni við Rauðhóla, Rauðavatn, Heiðmörk og Elliðavatn en þar eru margar góðar gönguleiðir og stutt í náttúruna. Sameign er rúmgóð og björt. Hvítir skápar upp í loft frá Axis. Innfelld lýsing frá Rafkaup. Nýlega opnaði Bónus verslun í göngufæri við eignina. Einnig er Norðlingaskóli og leikskólinn Rauðhóll í göngufæri.
Nánari lýsing eignar
Forstofa með harðparket á gólfi,fataskápur.
Hjónaherbergi með harðparket á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Þrjú barnaherbergi með harðparketi og fataskápum
Baðherbergi með fallegri baðinnrétting með efri og neðri skáp, hreinlætistæki og handklæðaofn frá Byko. Salernið er upphengt og innbyggt. Gólfið er flísalagt og veggir að hluta upp í loft. Walk in sturta.
Þvottahús inn af baðherbergi.
Eldhús með eyju Borðstofa með harðparket á gólfi, innrétting með vaski frá Grohe blöndunartækum frá Byko. Helluborð, blástursofn og gufugleypir eru að gerðinni AEG frá Ormsson. Innbyggð uppþvottavél og gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofa með harðparketi á gólfi gengið út um rennihurð út á stórar svalir með svalalokun. Gott útsýni.
Geymsla er í kjallara er 10,7fm
Annað:
Í kjallara eru einkageymslur fyrir hverja íbúð og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sérstakt loftræstikerfi er í íbúðinni. Kerfið hefur loftskipti með því að taka loft að utan og dæla því inn í vistarverurnar, herbergi og stofu og soga lofti út úr baði/þvottahúsi og eldhúsi. Kerfið er með varmaendurvinnslu og nýtir við bestu aðstæður 80% af varmanum. Kerfið er með loftsíum og er allt loft sem kemur inn síað. Ekki er þörf á að opna glugga í íbúðinni til loftunar. Öryggiskerfi er í sameign og í bílakjallara. Djúpruslagámar eru í jaðri lóðar á tveimur stöðum með flokkun.
Seljendur/Kaupendur mínir fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Vodafone
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir: Bogi Molby Pétursson 6993444 / Molby@fastlind.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900.kr