Fasteignaleitin
Skráð 16. júlí 2025
Deila eign
Deila

Reynihvammur 41

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
219.3 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
137.000.000 kr.
Fermetraverð
624.715 kr./m2
Fasteignamat
137.150.000 kr.
Brunabótamat
55.000.000 kr.
Mynd af Kristján Gíslason
Kristján Gíslason
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1963
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2064793
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar að hluta
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Þarfnast viðhalds
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Húsið þarfnast töluverðs viðhalds og m.a. þarf að skipa um þak á húsi og bílskúr. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða húsið vel. 
Gimli fasteignasala kynnir; Reynihvammur 41 í Kópavogi, sem er frábærlega vel staðsett 2ja hæða hús, austast í gömlu suðurhlíðum Kópavogs, rétt við Digraneskirkju. Í húsinu í dag eru tvær fjögurra herbergja íbúðir á sitthvoru fastanúmerinu og er það samtals 219,3 fm að meðtöldum 36,1 fm bílskúr, sem tilheyrir efri hæðinni. Samtals eru 6 svefnherbergi í húsinu. Bílskúrinn var áður innréttaður sem íbúð. Húsið stendur á 684 fm lóð.
Húsið þarfnast töluverðs viðhalds en býður jafnframt upp á mikla möguleika fyrir laghentan aðila. M.a. hafa seljendur fengið jákvæða umsögn, frá Kópavogsbæ, um heimild til þess að byggja ofaná skúrinn og stækka þannig efri hæð hússins um 32 fm.

Húsið er laust til afhendingar við kaupsamning.

Smellið hér til að sjá myndband af eigninni

NÁNARI LÝSING:
Núverandi eigandi eignast húsið 2007, breytir innra skipulagi þess og skiptir því upp í tvö fastanúmer. Að sögn eiganda var þá einnig farið í töluvert viðhald á báðum íbúðum m.a. voru frárennslislagnir endurnýjaðar að mestu, sem og vatnslagnir, bæði heitt og kalt, og einnig rafmagnið að mestu leiti. Þá voru settir nýjir ofnar. 
Komið er að viðhaldi m.a. á ytra byrði hússins, gluggum, þakkanti og bílskúrsþaki.
Efri hæðin er 90,2 fm fjögurra herbergja íbúð, en auk þess fylgir bílskúrinn henni. Gengið er upp tröppur á suður hlið hússins og gengið inn um aðalinngang af stigapalli, sem er samtengdur suður svölum. Forstofa, þrjú svefnherbergi, stór stofa og baðherbergi. Eldhús og glerskáli/borðstofa, mynda saman fallegt rými með útsýni yfir Kópavogsdalinn. Svefnherbergin liggja saman í norðurhluta íbúðarinnan er sunnan megin er stofan og glerskálinn en hann er nýttur fyrir borðstofu. Forstofan er með flísum á gólfi og þar er stór fallegur fataskápur. Baðherbergið flísalagt, vegghent salerni og opnanlegur gluggi. Á öðrum rýmum hæðarinnar er fallegt parket á gólfum.
Neðri hæðin er 93 fm og hún er skráð sem kjallari. Þar er fjögurra herbergja íbúð með sérinngangi á framhlið hússins. Forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og geymsla innan íbúðar. Að auki fylgir íbúðinni köld geymsla undir útidyratröppum, sem er inn í fermetratölu íbúðarinnar. Eldhúsið er rúmgott og þar er stór eldhúskrókur. Frístandandi eldavél og háfur fyrir ofan. Baðherbergið er með góðri sturtu, vegghengdu salerni og innréttingu undir vaski. Stofan er björt og opið er inn í eldhúsið. Svefnherbergin eru þrjú, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Geymslan, sem er innan íbúðar er nýtt sem þvottahús.
Fallegt parket er á gólfum íbúðarinnar en flísar eru á gólfum forstofu og inn á svefnherbergisgang, baðherbergi og geymslu/þvottahúss. 
Bílskúrinn er 36,1 fm að stærð og tilheyrir efri hæðinni. Innréttuð var íbúð íbúð í bílskúrnum en ekki er búið í henni í dag. Þakið á skúrnum hefur ekki fengið nauðsynlegt viðhald síðustu árin og það lekur. Ástæðan er sú m.a. að eigandi ætlaði sér alltaf að fá heimild til þess að stækka efri hæðin með því að byggja ofaná skúrinn og það tók því ekki að skipta um þak á skúrnum. 
Garðurinn er fyrir framan og aftan húsið og upp með vestur hlið þess. Lóðin 684 fm. Við austurhlið hússins er land í eigu Kópavogsbæjar og göngustígur sem liggur í austur, fyrir ofan Digraneskirkju. Að mestu óhindrað útsýni niður í Kópavogsdalinn. Lóðin er í sameign beggja hæða en efri hæðin hefur sérafnot af stæðinu fyrir framan bílskúrinn.

Frábærlega vel staðsett hús með tveimur fjögurra herbergja íbúðum, á besta stað í gömlu Suðurhlíðum Kópavogs. Húsið sjálft þarfnast ástar og umhyggju en íbúðirnar voru endurnýjaðar 2007 0g 2008. Tilvalið verkefni fyrir handlaginn aðila. Báðar íbúðir eru í útleigu í dag.
Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/09/200633.440.000 kr.41.000.000 kr.220.1 m2186.278 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1963
36.1 m2
Fasteignanúmer
2064793
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
00
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.300.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Digranesvegur 67
Bílskúr
Skoða eignina Digranesvegur 67
Digranesvegur 67
200 Kópavogur
206.9 m2
Parhús
613
652 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Skjólbraut 12
Bílskúr
Skoða eignina Skjólbraut 12
Skjólbraut 12
200 Kópavogur
253.5 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
925
572 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Skoða eignina Helgubraut 17
Auka íbúð
Skoða eignina Helgubraut 17
Helgubraut 17
200 Kópavogur
248.3 m2
Raðhús
826
559 þ.kr./m2
138.900.000 kr.
Skoða eignina Litlavör 3
Opið hús:05. ágúst kl 17:30-18:00
Skoða eignina Litlavör 3
Litlavör 3
200 Kópavogur
180.2 m2
Parhús
513
819 þ.kr./m2
147.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin