Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Virkilega vandað og vel byggt sumarhús "Sproti" á eignarlóð með miklu útsýni við Hvammsfjörð í Dalabyggð.
Eignin skiptist í tvö hús:
Hið fyrra á tveimur hæðum með birtri stærð 87,9 fm (raunstærð 109,6 fm, efri hæð að hluta til undir súð).
Hið síðara, á einni hæð með birtri stærð 21,7 fm.
Húsin standa á 9.600 fm eignarlóð með mikilli víðsýni og engri ljósmengun, staðsett þar sem þjóðvegur 54 (Snæfellsvegur milli Búðardals og Stykkishólms) og þjóðvegur 55 (Heydalsvegur er þverar Snæfellsnesið) mætast.
Húsin eru kynnt með rafmagni, er 100 L hitakútur í stærra húsinu og 30 L kútur í því minna, fyrir heitt neysluvatn.
Á lóðinni er sér borhola sem skaffar nægt og gott kalt vatn fyrir eignina.
Húsin eru byggð á súlum er hvíla á klöpp með sterkbyggðu timburgólfi.
Allt innbú fylgir með utan persónulegra muna.
Nánari lýsing:
Rúmstæði eru fyrir allt að 10 manns til gistingar í 4 herbergjum alls.
Gott og vandað eldhús í stærra húsinu og er birta í sameignarrýmum góð um bjarta glugga.
Baðherbergi með sturtu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni beggja húsa er parket.
Verönd og hellulagt svæði er í skoti við inngang í húsin þar sem þau mætast og mynda gott skjól í ákveðnum áttum.
Tekur um 2 klst að keyra frá Reykjavík og um 35 min að keyra út á Stykkishólm til að sækja þjónustu.
Húsið hefur verið leigt út á Airbnb innan heimagistingarleyfisreglna og því til síða fyrir eignina með góðum umsögnum.
Virkilega vönduð eign á eignarlóð með einstakri staðsetningu fyrir vandláta.
Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.