Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsileg penthouse íbúð að Skólatröð 4, 200 Kópavogi. Mjög vönduð 105,4 fm 3 herbergja Penthouse-íbúð í nýju og glæsilegu lyftuhúsi með tvö bílastæði í bílakjallara. Sérgeymsla í sameign, skráð 11,4fm. Stórar þaksvalir c.a. 95fm eru meðfram aðalrými og niður með svefnherbergjum með útsýni í allar áttir. Bókið einkaskoðun og fáið allar nánari upplýsingar hjá Sigurði Gunnlaugssyni, fasteignasali í GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.isSækja söluyfirlit HÉRNánari lýsing. íbúðin er afhent með gólfefnum, með vönduðum innréttingum frá Selós, steinn á borðum. Flísalögð baðherbergi og þvottahús með I Cocci Cenere 60x120cm frá Ebson bæði gólf og veggir að hluta. Gólfhiti er í íbúðinni og jafnvægisstillt loftræsikerfi með varmaendurvinnslu. Hefðbundið útsogskerfi er í geymslum. Eldhúsinnréttingar eru sérsmíðaðar frá Selós. Skápar eru úr vönduðu stitsterku melamin efni. Vönduð heimilistæki eru í íbúðinni frá AEG. Kæli-/frystiskápur og uppþvottavél eru innbyggð í innréttinguna og spanhelluborð. Dekton – Rem steinborðplötur eru í eldhúsi og Silestone – Nolita steinborðplötur á baði. Gólfhiti er í gólfi baðherbergis auk handklæðaofns. Stórar þaksvalir eru meðfram aðlrými með útsýni í allar áttir, yfir Kópavog, út á sjó, Bessastaði, Bláfjöll og fl. Tvö Bílastæði í bílakjallara fylgja ibúðinni.
Sameiginlegur garður: Sólríkur og skjólgóður inngarður með leiktækjum, gróðri og aðstöðu fyrir iðandi mannlíf.
Samantekt: um er að ræða sérlega skemmtileg 3ja herbergja penthouse íbúð með miklu útsýni í allar áttir. Fágun og gæði voru höfð að leiðarljósi við hönnun íbúðarinnar, innan íbúðar er vélræn loftskipti sem tryggja aukin loftgæði.
Íbúðin og húsið allt er Svansvottað. Mjög er vandað til allrar framkvæmdar. Allt byggingarefni og öll framkvæmd verkefnisins miðast við kröfur Svansins.
Allar nánari Upplýsingar veitir Sigurður Gunnlaugsson fasteignasala í GSM 898-6106 eða sigurdur@fstorg.is
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.