Guðný Ösp, lgf., s. 665-8909 og Fasteignasalan TORG kynna fallega og bjarta 2-3ja herbergja útsýnisíbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi á þessum vinsæla stað við Laugardalinn í Reykjavík.
Birt stærð 91,6 m². Eignin skiptist í forstofu, eitt svefnherbergi (hitt svefnherbergið er í dag hluti af stofu), endurnýjað eldhús, rúmgóða stofu, borðstofu, baðherbergi og svalir með mjög fallegu útsýni. Sérgeymsla er á jarðhæð ásamt sameiginlegu þvotta- og þurrkherbergi og hjóla- og vagnageymslu. Á sameiginlegu bílastæði er búið að setja upp rafhleðslustöðvar fyrir íbúa hússins. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, verslanir, veitingahús og alla aðra helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf., s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is.
Húsið hefur fengið mikið viðhald á undanförnum árum. Má nefna að árið 2010 var þak hússins yfirfarið, árið 2016 var farið í sprunguviðgerðir og árið 2018 var húsið málað. Malbikuð sameiginleg stæði á framlóð og steypt stétt við inngang. Búið er að endurnýja allan stýribúnað í lyftu. Eldhúsið var endurnýjað 2021, þ.m.t. innrétting, tæki og blöndunartæki og dregið nýtt rafmagn í eldhús samhliða þeim framkvæmdum. Nýlega búið að skipta út fögum og læsingarjárnum í gluggum
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu og þaðan tekur við alrými hússins.
Eldhús með nýlegri innréttingu, innbyggðum ísskáp og frysti, bakaraofni, span helluborði og uppþvottavél. Gluggi með opnanlegu fagi og fallegu útsýni.
Borðstofan er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Auðvelt að breyta borðstofu í svefnherbergi.
Rúmgóð stofa með parketi. Stórir gluggar til suðurs með miklu útsýni yfir miðborg Reykjavíkur og Laugardalinn.
Hjónaherbergið er rúmgott með loftháum fataskáp og parketi á gólfi. Gluggi með einstaklegu fallegu útsýni til norðurs.
Baðherbergi er með upphengdum vaski og hvítum skáp. Sturtuklefi og tengi fyrir þvottavél.
Á jarðhæð sameignar er 7,1 m² sérgeymsla, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla með hjólagrindum og útgangi á baklóð hússins.
Sameiginlegt þvottaherbergi með þvottavélum og þurrkurum í eigu húsfélagsins. Sameiginlegt þurrkherbergi með snúrum og vinnuborði.
Um er að ræða sérlega fallega útsýniseign í vinsælu hverfi í Reykjavík þar sem mikil þjónusta er í nágrenninu.
Göngufæri er í leik- og grunnskóla, verslanir, veitingahús og Laugardalinn sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur.
Góðir og vel skipulagðir göngu- og hjólastígar eru í Laugardalnum og í næsta nágrenni
Nánari upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf., s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.