** Opið hús mánudaginn 7. apríl frá kl. 16:30 til 17:00 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Bjart og fallegt 5 herbergja raðhús með innbyggðum bílskúr við Furubyggð 34 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 164,7 m2, þar af íbúð 138,0 m2 og bílskúr 26,7 m2. Þá er risloft sem ekki er inni í fermetratölu hússins. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, eldhús, borðstofu, stofu, 4 svefnherbergi, hol, baðherbergi, risloft og bílskúr. Hellulagt bílaplan með snjóbræðslu, bakgarður með hellulagðri verönd og afgirt timburverönd í suðvesturátt. Frábær staðsetning í grónu og friðsælu hverfi í Mosfellsbæ, leiksskóli í næsta nágrenni.
Skv. upplýsingum frá seljanda var settur nýr pappi og jár á þak á síðasta ári og baðherbergi var endurnýjað árið 2023.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent
Nánari lýsing:
Jarðhæð:Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Gestasnyrting er inn af forstofu með flísum á gólfi, salerni og lítilli innréttingu.
Eldhús er með L-laga innréttingu. Í innréttingu eru tveir ofnar, helluborð, gashelluborð, vaskur og innbyggður ísskápur. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Borðstofa er í opnu rými með eldhúsi. Úr borðstofu er innangengt í
bílskúr. Einnig er útgengt út í
bakgarð í norðausturátt.
Stofa og
sjónvarpshol eru í björtu rými með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á afgirta
timburverönd í suðvesturátt.
Bílskúr er skráður 26,7 m2. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara í bílskúr.
Efrihæð:Hol er með parketi á gólfi. Úr holi er gengið út á stórar
svalir sem eru yfir bílskúr.
Svefnerbergi nr. 1 er rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnerbergi nr. 2 er með parketi á gólfi.
Svefnerbergi nr. 3 er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, vegghengdu salerni, baðkari og sturtu með innbyggðum tækjum. Var endurnýjað árið 2023.
Rishæð: Af efri hæðinni er stigi upp í rúmgott rými með teppi á gólfi og gluggum. Búið er að skipta rýminu upp í
hol og í
fjórða svefnherbergið. Rýmin eru ekki inni í fermetratölu eignarinnar.
Verð kr. 125.900.000,-