Neðan-Sogsvegar 1, Grímsnes-og Grafningshreppi. Sumarhús á 5.000 fm eignarlóð skógi vaxinni við Selvík.Jón Smári Einarsson lgf. og Fasteignaland kynna eignina Neðan-Sogsvegar 1, 805 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 220-8103 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Neðan-Sogsvegar 1 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-8103, birt stærð 55.6 fm.
Húsið er rúmlega 70 fm að gólffleti á tveim hæðum en samkvæmt þjóðskrá er húsið skráð 48,1 fm. Einnig er ca. 13 fm geymsla og ca. 14 fm gestahús. Húsið er rafmagnskynnt með loft í loft kerfi og er möguleiki á að taka inn hitaveitu, en hitaveita er á svæðinu. Rafmagnshitari fyrir neysluvatn. Húsið hefur verið endurnýjað hluta til. Lýsing á eign: Neðri hæð: Forstofa með parketi á gólfi og fatahengi. Stofan með parketi á gólfi og kamínu. Sólskáli með parket á gólfi og útgengi út á suður sólpall. Eldhús með parketi á gólfi, fallegri hvítri innréttingu, keramik helluborði, ofni, uppþvottavél og tengi fyrir þvottavél. Góður borðkrókur. Baðherbergi með dúk á gólfi og sturtu.
Efri hæð: Þar eru tvö herbergi í sitthvorum enda hússins en miðjan er nýtt sem sjónvarpsrými.
Bjálkahús ca. 14 fm, nýtt sem geymsla með parketi á gólfi og lítilli eldhúsinnréttingu, þar er rafmagnsofn.
Geymsla ca. 13 fm, tvískipt og nýtt sem gestahús og gufubað (sauna).
Stór sólpallur með skjólgirðingu, heitum potti og útisturtu.
Með í kaupunum fylgir hlutdeild í Vatnsveitu Álftarhóls, sem er með sér borholu fyrir kalt vatn sem nýtt er með 15 öðrum húsum á svæðinu.
Um er að ræða sumarhús á glæsilegri gróinni lóð á eftirsóttum stað við Selvík. Staðsetning og nærumhverfi:Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir.
Stutt er á Selfoss, sem er í aðeins í ca. 10 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru um 50 km sé ekið um Hellisheiði.
Nánari upplýsingar veitir:Jón Smári EinarssonLöggiltur fasteignasali / MPM, viðskiptafræðingur.
jonsmari@fasteignaland.is860-6400 Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 .
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.