Eigin er seld með fyrirvara um fjármögnun
Rúmgóð og björt 2ja herbergja íbúð í kjallara í nýsteinuðu húsi við Skeggjagötu í Reykjavík. Nýlegt parket er á stofu og gangi. Geymsla er innan íbúðar. Þvottahús í sameign er á hæð íbúðar.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 48,2fm.
Nánar um eignina:Innangengt er í íbúðin á hlið hússins og komið inn á sameignlegan gang þar sem gengið er inn í íbúðina.
Stofa rúmgóð og björt með nýlegu parketi á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, eldavél, gufugleypir, flísar á milli skápa og parket á gólfi. Nýtt parket er til og fylgir eigninni sem hægt er að setja á eldhúsið. Geymsla er inn af eldhúsi.
Svefnherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Tvennar geymslur eru innan íbúðar, önnur undir stiga og geymsla inn af eldhúsi.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað með innangengri sturtu, innrétting og flísar á gólfi og hluti veggja.
Þvottahús er á hæðinni fram á gangi þar sem hver íbúð er með sitt tengi.
Garður er í sameign og í góðri rækt.
Samkvæmt seljanda þá hefur verið farið i nokkuð viðhald á húsinu og er það útlistað hér að neðan:Lóðin var jarðvegsskipt og gangstéttir steyptar 2024
Húsið var allt steinað og múrviðgert að utan 2023
Skólplagnir fóðraðar 2016
Dren lagt árið 2016
Þak endurnýjað 2009
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is eða Viktoría Larsen löggiltur fasteignasali í síma 618-5741 eða á netfanginu viktoria@trausti.is