Fasteignaleitin
Skráð 5. sept. 2024
Deila eign
Deila

Urriðaholtsstræti 28

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
152.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
117.900.000 kr.
Fermetraverð
772.102 kr./m2
Fasteignamat
100.750.000 kr.
Brunabótamat
87.230.000 kr.
Mynd af Árni Björn Kristjánsson
Árni Björn Kristjánsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2019
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2504924
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Bókaðu einkasýningu með því að senda póst á arni@palssonfasteignasala.is

Virkilega björt og falleg fjölskylduíbúð á jarðhæð með palli í nýlegu húsi við Urriðaholtsstræti.

* Fjögur svefnherbergi 
* Baðherbergi ásamt gestasalerni
* Rúmlega 60m2 sérafnotareitur til suðurs
* Stæði í bílakjallara
* Byggt 2019


EIGN SEM ER VERT AÐ SKOÐA!

Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / Lgf í síma nr 616-2694 arni@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is 


Eignin er björt og rúmgóð og skiptist í forstofu, stofu og eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi með þvottahúsi innaf, gestabaðherbergi og sérafnotareitur. Sér geymsla í sameign. Stæði í bílakjallara. Samkv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 152,7 m². Fasteignamat 2025 verður 108.400.000 kr. 

Nánari lýsing: 
Anddyri er með parket á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhús er með parket á gólfi. Eldhústæki eru frá Electrolux, uppþvottavél, ofn, ísskápur, spanhelluborð og gufugleypir, opið við alrými. Útgengt út á rúmlega 60,2 sérafnotareit, viðarpallur og grasflötur.
Stofan myndar eitt stórt rými með eldhúsinu, virkilega skemmtileg flæði og frábært útsýni úr gluggum úr stofu. 
Hjónaherbergi er 13,4 fm. Parket á gólfi, fataskápur.
Herbergi 2 er 10,1 fm. Parket á gólfi, fataskápur.
Herbergi 3 er 10,4 fm. Parket á gólfi, fataskápur.
Herbergi 4 er 10 fm. Parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi er með hreinlætistæki frá Grohe. Sturtutæki eru hitastýrð, upphengt salerni. Rúmgóð sturta með flísalögðum botni í gólfi og hertu sturtuglers skilrúmi. Baðherbergis og þvottahúsgólf eru flísalögð sem og veggir að hluta. Aðrir veggir í baðherbergjum og þvottaherbergjum eru málaðir í ljósum lit. Í sturtum eru niðurföll riðfríar ristar.
Þvottahús er innaf baðherbergi, í þvottahúsi eru tengingar fyrir þvottavél og þurrkara. Innrétting er í þvottahúsi.
Geymsla er 7 fm. Í sameign á 1. hæð.
Hjóla- og vagnageymsla er sameiginleg á 1. hæð.
Sérmerkt bílastæði, merkt B 01. 

Aðkoma að húsi er hellulögð og snjóbræðsla þar sem við á samkvæmt lagnateikningum. Aðalinngangur er frá 2. hæð en aðkoma að bilakjallara er frá Brekkugötu.
Gólf eru parketlögð harðparketi frá Parka ehf.  Gólf í baðherbergjum og þvottahúsum eru flísalögð. Allir veggir og loft innan íbúða eru sandsparlaðir og málaðir í ljósum lit, innveggir aðrir en steyptir eru hlaðnir úr H+H hleðslusteini  málaðir í ljósum lit.  Þess má geta að H+H er margverðlaunað efni sem er myglufrítt og með mikla hljóðeinangrun milli rýma  og með mikið brunaþol.
Burðakerfi hússins er steinsteypt og útveggir einangraðir að utan, klæddir með vönduðum álklæðningum frá Áltak, einnig er 1 og 5 hæð með flísaklæðningu sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Allir gluggar eru úr Ál/tré kerfi frá Rationel og glerjaðir með einangrunargleri.
Innréttingarnar eru af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiðandi er Nobilia í þýskalandi.

Byggingaraðili hússins er Þarfaþing ehf sem er 26 ára gamalt fyrirtæki og hefur því áralanga reynslu af framkvæmdum fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið leggur áherslu á vandaðar íbúðir, góða þjónustu og skil íbúða á réttum tíma.

Glæsileg íbúð fyrir vandláta. Heiðmörkin og gönguleiðir um allt. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla sem og útivistarsvæði.

Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/01/202062.600.000 kr.68.900.000 kr.152.7 m2451.211 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2019
Fasteignanúmer
2504924
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B-
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.780.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Holtsvegur 31
Bílastæði
Opið hús:12. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Holtsvegur 31
Holtsvegur 31
210 Garðabær
162.9 m2
Fjölbýlishús
413
699 þ.kr./m2
113.900.000 kr.
Skoða eignina Urriðaholtsstræti 38
Bílastæði
Opið hús:10. sept. kl 17:00-17:30
Urriðaholtsstræti 38
210 Garðabær
129 m2
Fjölbýlishús
413
875 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Kinnargata 92 íb. 201
Bílastæði
Kinnargata 92 íb. 201
210 Garðabær
133.1 m2
Fjölbýlishús
413
848 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Kinnargata 92 íb. 204
Bílastæði
Kinnargata 92 íb. 204
210 Garðabær
119 m2
Fjölbýlishús
413
1008 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin