Fasteignaleitin
Skráð 26. mars 2025
Deila eign
Deila

Lækjargata 22b

ParhúsNorðurland/Akureyri-600
95.2 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
59.900.000 kr.
Fermetraverð
629.202 kr./m2
Fasteignamat
46.050.000 kr.
Brunabótamat
45.350.000 kr.
Mynd af Helgi Steinar Halldórsson
Helgi Steinar Halldórsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1916
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2148963
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi, ekki skoðað.
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Talið í lagi, ekki skoðað.
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Talið í lagi, ekki skoðað.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita - Gólfhiti & Ofnar
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
8 - Í notkun
Kasa fasteignir 461-2010.

Lækjargata 22b. Vel skipulögð og björt 3 herbergja 95,2 fm íbúð á tveimur hæðum í tvíbýli á fallegum stað í innbæinum á Akureyri.

Eignin var nánast endurgerð fyrir ca. 11 árum, s.b. allar lagnir endurnýjaðar ásamt rafmagni, milliveggjum, innréttingum, þaki, gluggum, hurðum og gólfefni.
Hitalagnir eru í gólfi neðri hæðar og hefðbundið ofnkerfi á efri hæð. Húsið er steinsteypt, gólf og útveggir neðrihæðar. Milligólf, veggir og þak efrihæðar eru timbur.
Steyptur veggkantur er í porti vestan við húsið og að norðan, stigi upp á verönd. Bílastæði við eign er malarplan. Húsið stendur á 355 m2 eignarlóð.


Neðri hæð
Inngangur er um forstofu
á neðri hæð, flísar á gólfi og fatahengi.
Hol er við forstofu með kústaskáp og neðri skápum með vinnuborði ásamt aðstöðu fyrir ísskáp, flísar á gólfi.
Eldhús er með flísum á gólfi. Innrétting með efri- og neðri skápum, uppþvottavél, bakaraofn, span helluborð og háf. Útgengt er úr eldhúsi um tvöfalda hurð til vesturs. 
Stofan er í framhaldi af eldhúsi með flísum á gófli og þar er timburstigi upp á efri hæð hússins.
Þvottaherbergi/inntaksrými er milli eldhúss og stofu með flísum á gólfi, innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara og vaskaborð með neðri skápum og hillum á vegg.

Efri hæð
Tvö svefnherbergi eru á efri hæð, bæði nokkuð rúmgóð með parket á gólfi. Fastur fataskápur er í báðum herbergjum og úr hjónaherbergi er útgengt á verönd til norðurs.
Baðherbergi er með flísar á gólfi og veggjum að mestum hluta, upphent klósett, sturtu og innréttingu með efri- og neðri skápum.

- Nýlega er búið að helluleggja verönd fyrir framan hús og setja gróðurker þar.
- Hiti er í verönd fyrir framan hús.
- Búið að leggja fyrir rafmagni við bílastæði.
- Allar innréttingar og hurðir eru frá trésmiðjunni Ölur, Akureyri. 
- Húsið stendur á eignarlóð.
- Eignin er í einkasölu.

Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
Ester - nemi til löggildingar fasteignasala á ester@kasafasteignir.is eða í síma 661-3929. 

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
25/10/202228.450.000 kr.50.500.000 kr.95.2 m2530.462 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Munkaþverárstræti 33 - eh.
Munkaþverárstræti 33 - eh.
600 Akureyri
112.7 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
313
550 þ.kr./m2
62.000.000 kr.
Skoða eignina Hlíðarlundur 2 - 201
Opið hús:10. apríl kl 16:15-17:00
Hlíðarlundur 2 - 201
600 Akureyri
95.4 m2
Fjölbýlishús
413
617 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Skoða eignina Elísabetarhagi 1 íbúð 302
Elísabetarhagi 1 íbúð 302
600 Akureyri
85.3 m2
Fjölbýlishús
312
691 þ.kr./m2
58.900.000 kr.
Skoða eignina Kjarnagata 51 íbúð 202
Bílastæði
Kjarnagata 51 íbúð 202
600 Akureyri
80.4 m2
Fjölbýlishús
312
728 þ.kr./m2
58.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin