Fasteignaleitin
Skráð 31. júlí 2025
Deila eign
Deila

Miðengi 0

SumarhúsSuðurland/Selfoss-805
38.1 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
33.900.000 kr.
Fermetraverð
889.764 kr./m2
Fasteignamat
21.850.000 kr.
Brunabótamat
16.850.000 kr.
Mynd af Jón Smári Einarsson
Jón Smári Einarsson
Löggiltur fasteignasali / MPM, viðskiptafræðingur
Byggt 1974
Garður
Fasteignanúmer
2207814
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Nýlegar
Gluggar / Gler
Tvöfallt gler
Þak
Nýtt járn
Svalir
Sólpallar
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Kaupendum er bent á að skoða eignina vel og helst með fagmanni. Samþykktar teikningar af eigninni eru ekki í samræmi við skipulag hússins, þ.e.a.s. það er stærra en teikningar gefa til kynna og er það óleyfisskylt, sem er ósamþykkt breyting skv. byggingaryfirvöldum. Verið er að leggja lokahönd á frágangi á sólpalli og klæðningu fylgir með utan um heitan pott fylgir með. Eftir á að setja upp panil og tengja ofn í gestahúsi. Upptalning þessi þarf ekki að vera endanleg.
Jón Smári Einarsson lgf. og Fasteignaland kynna eignina Miðengi, 805 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppi, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 220-7814 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Lýsing:
52 fm sumarhús (með stækkun) ásamt sambyggðum geymslum ca. 12 fm og gestahúsi ca. 15 fm, á 400 fm eignarlóð í grónu hverfi. Timburverönd er við húsið með heitum potti.  Sumarhúsið að viðbættum geymslum og gestahúsi er um 79 fm. Upphitun með hitaveitu. Læst járnhlið er inn í hverfið.

Bústaðurinn:
Húsið er byggt úr timbri árið 1974, stendur það á tjörguðum timburstaurum. Að utan er húsið klætt með liggjandi timburklæðningu. Nýtt bárujárn er á þaki. Timburdregarar undir húsinu voru endurnýjaðir að hluta fyrir nokkrum árum. Verið er að leggja lokahönd á að mála bústaðinn og glugga að utan. Loft endurnýjað yfir öðrum helming stofu (einangrun, rakasperra og panill) og innbyggð lýsing sett upp.

Nánari lýsing að innan:
Að innan er húsið klætt með panil, bæði veggir og loft. Parket á gólfum nema forstofu sem er með teppi og baðherbergi er dúklagt.
Baðherbergi  með sturtuklefa og handklæðaofni.
Tvö frekar lítil herbergi og er annað með kojum.
Eldhús með hvítri eldhúsinnréttingu með svörtum efri skápum og góðum borðkrók.
Kamína er í stofu, með flísum í kring.

Geymslur og gestahús:
Tvær geymslur í sambyggðri byggingu við bústaðinn og er hún ekki skráð í opinbera stærð hússins, hvor geymsla fyrir sig er ca. 6 fm. Möguleiki er að nýta aðra þeirra sem gestaherbergi en hinni eru inntök, stýringar fyrir heitann pott og tengi fyrir þvottavél. Geymslurnar eru upphitaðar. Sér inngangur er í hvort rými. 
Gestahús er nýtt bjálkahús ca. 15 fm og er loft og gólf einangrað, en veggir eru með 45 mm þykkum bjálka.

Lóð:
Lóðin er 400 fm eignarlóð.  Lóðin er skógi vaxin með háum trjám. Tvö bílastæði ofan við hús. Við húsið er ný rotþró og er búið að endurnýja frárennsli frá húsi að henni. 

Annað:
Möguleiki er a fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er um kr. 25.000 á ári.

Eignin Miðengi 0 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-7814, birt stærð 38.1 fm.

Staðsetning og nærumhverfi:
Eignin er vel staðsett miðsvæðis á Suðurlandi, með stuttu aðgengi að náttúruperlum á borð við Þingvelli, Kerið, Gullfoss, Geysi, Skálholt og Laugarvatn. Þá er stutt í fjölbreytta þjónustu og afþreyingu s.s. veiði, sundlaugar, golf, frisbígolf og gönguleiðir. Selfoss er í u.þ.b. 13 km fjarlægð og um 60 km eru til Reykjavíkur um Hellisheiði.

Nánari upplýsingar veitir:
Jón Smári Einarsson
Löggiltur fasteignasali / MPM, viðskiptafræðingur.
Sími: 860-6400
Netfang: jonsmari@fasteignaland.is

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 . 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kerhraun, Hraunslóð 5
Kerhraun, Hraunslóð 5
805 Selfoss
41.6 m2
Sumarhús
312
839 þ.kr./m2
34.900.000 kr.
Skoða eignina Öldubyggð 24
Öldubyggð 24.jpg
Skoða eignina Öldubyggð 24
Öldubyggð 24
805 Selfoss
52.4 m2
Sumarhús
312
666 þ.kr./m2
34.900.000 kr.
Skoða eignina Kaldárhöfði útsýni yfir Úlfljótsv.
Kaldárhöfði útsýni yfir Úlfljótsv.
805 Selfoss
54.7 m2
Sumarhús
312
620 þ.kr./m2
33.900.000 kr.
Skoða eignina A-Gata 4
- - LÆKKAÐ VERÐ - -
Skoða eignina A-Gata 4
A-gata 4
805 Selfoss
57.6 m2
Sumarhús
312
597 þ.kr./m2
34.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin