** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Björt og vel skipulögð 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr við Veghús 11 í Grafarvogi. Eignin er skráð 147,8 m2, þar af íbúð 123,5 m2 og bílskúr 24,3 m2. Eignin skiptist í 3 svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og sérgeymslu í risi sem er nýtt í dag sem svefnherbergi. Stórar svalir í suðausturátt. Stutt er í alla helstu þjónustu, Spöngina, Egilshöll, leik- grunn- og framhaldsskóla og einnig eru golfvellir GR stutt frá. Samkvæmt upplýsingum frá seljanda þá er húsið nýbúið í miklu viðhaldi, síðla sumars / haust 2024. Ítarlegar múrviðgerðir, málaðir veggir, gluggar og hurðar. Þak háþrýstiþvegið og málað. Skipt um gler, glerlista og glugga eftir þörfum.
Það á eftir að laga og mála epoxy á svalagólf ásamt ýmsum frágangi sem kláraður verður í vor, þegar veður leyfir. Eftir það fer lokaúttekt á verkinu fram.
Skipt var um eldhúsinnréttingu, parket og innihurðar fyrir ca. 5-6 árum. Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Nánari lýsing:Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er með parketi á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi nr. 3 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Stofa er með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á stórar svalir í suðausturátt.
Eldhús er með flísum á gólfi og U-laga innréttingu. Í innréttingu eru blástursofn, örbylgjuofn, helluborð, vifta og vaskur. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu.
Þvottahús/geymsla er innan íbúðar með flísum á gólfi, hillum, skápum og skolvask.
Baðherbergi er flísalagt og með vegghengdu salerni, baðkari, sturtuklefa, handklæðaofni og innréttingu.
Sérgeymsla er í risi, með glugga og parketi á gólfi. Er í dag nýtt sem
svefnherbergi nr. 4. Ljósleiðaratengi er í rýminu.
Bílskúr er skráður 24,3 m2 með rennandi vatni, hita, hillum, vinnuborði og rafdrifnum bílskúrshurðaopnara.
Verð kr. 89.900.000,-