RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Vindakór 4 - íbúð 0405, fnr 228-7119Íbúðin er á efstu hæð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem er byggt árið 2007. Aðgengi að íbúð er utandyra en yfirbyggt. Íbúðin er skráð 108,4 fm og geymsla er 7,7fm eða samtals birt stærð er því 116,1fm. Einnig eru yfirbyggðar svalir 6,8 fm sem ekki eru í uppgefnum fermetrafjölda íbúðarinnar. Stæði í bílakjallara fylgir íbúðinni. Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, baðherbergi og sameiginlegu rými eldhús/stofa/sjónvarpsrými. Hægt væri að taka þriðja svefnherbergið niður ef ekki er þörf fyrir það og stækka með því sameiginlega rýmið. Góðar flísalagðar lokaðar svalir, læst geymsla í kjallara sem og stæði í bílakjallara.
3D - SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍÐU UMHVERFI HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Malbikuð stæði eru fyrir framan húsið. Snyrtileg sameign.
Forstofa: Flísar á gólfi. Góður fataskápur úr eik sem nær alveg upp í loft. Hillur við hlið fataskápsins.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú og öll með parketi á gólfi. Í tveimur þeirra eru fastir fataskápar en í því þriðja er laus skápur sem getur fylgt með. Lítið mál er að breyta íbúðinni aftur í þriggja herbergja og stækka sameiginlega rýmið.
Baðherbergi/þvottahús: Rúmgott baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Sturtuklefi. Innrétting með handlaug. Góður skápur úr eik. Panelklæðning á milli innréttingar og þvottavélar og þurrkara. Upphengt salerni. Handklæðaofn.
Stofa/borðstofa/sjónvarpsrými: Gott sameiginilegt rými með eldhúsi. Parket á gólfi. Fallegur arin er í rýminu. Útgengt á lokaðar svalir sem snúa í suð-vestur. Hillur á vegg í sjónvarpsrými.
Eldhús: Parket á gólfi. Góð innrétting frá Axis. Bakaraofn frá Siemens í vinnuhæð. Keramik helluborð með fallegum háfi yfir. Flísalagt er á milli efri og neðri skápa.
Geymsla: Læst geymsla er í kjallara og er hún 7,7fm. Rúmgóð og snyrtileg hjóla/vagnageymsla er í sameign.
Lóð: Frágengin lóð með sameiginlegu leiksvæði.
Bílastæði: Bílastæði eru fyrir utan húsið og einnig fylgir merkt stæði í bílakjallara með íbúðinni og er þar hægt að koma fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla og er kerfi í bílastæðahúsinu og búið að leggja kapla að hleðslustöðvum. Stæði íbúðarinnar merkt 405.
Íbúðin er einstaklega smekkleg og vönduð. Eldhúsinnrétting, baðinnrétting og hvítar innihurðir frá Axis. Húsið er viðhaldslítið en eignin er klædd með flísum að utan. Í húsinu er lyfta sem nær niður í kjallara þar sem eru geymslur og bílakjallari. Nýlegur mynddyrasími er í íbúðinni. Eignin er á góðum stað í Kórahverfinu og stutt í alla þjónustu, gönguleiðir og útivistarsvæði. Kórinn er í c.a. 100 m fjarlægð. Virkilega fallegt útsýni er úr íbúðinni.Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.is -Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.