ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Háteigur 12, birt stærð 63.4 fm. Sér geymsla er í kjallara og er hún 3,9 fm.Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.Mjög sjarmerandi og stílhrein íbúð sem var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum. *** Gólfefni, innréttingar og skápar endurnýjað
*** Gluggar í allri íbúðinni endurnýjaðir
*** Rafmagn endurnýjað, sbr tenglar, rofar og ljós. Innbyggð loftalýsing.
*** Járn á þaki var endurnýjað árið 2017
*** Hús sprunguviðgert og málað 2017
*** Teppi í sameign endurnýjað 2022
*** Þrif í sameign er aðkeypt þjónusta
*** Þvottavél/þurrkari fylgir með
*** Skennkar tveir og Voal gardína í stofu fylgja með.Nánari lýsing:
Sameign er snyrtileg
Forstofa parketlögð með fataskáp.
Hol, parket á gólfi.
Stofa, parket á gólfi, hurð út á svalir sem snúa í suður.
Eldhús, parket á gólfi, hvít innrétting með innbyggðri uppþvottavél og þvottavél sem fylgja eigninni.
Hjónaherbergi, parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi, er flísalagt, walk in sturta, hvít innrétting með ofanálygggjandi vask ásamt speglaskápur með ljósi.
Svalir í suður með viðarplöttum.
Sérgeymsla í sameignarrými á jarðhæð .
Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.