RE/MAX & Oddur Grétarsson kynna:Hugguleg 3 herbergja íbúð á 1. hæð að Skálagerði 13 í Reykjavík. Íbúðin er skráð 67,3 fm þar af geymsla 4,3fm. Geymslan er í kjallara ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Allar nánari upplýsingar veitir Oddur í síma 782-9282 eða á oddur@remax.isSMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent strax.
SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D.Nánari lýsing:Forstofa: parket á gólfi og fatahengi.
Hjónaherbergi: rúmgott og bjart með parketi á gólfi, góðir skápar upp í loft.
Baðherbergi: flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, handklæðaofn, baðkar með sturtu og opnanlegt fag.
Eldhús: með fallegri viðarinnréttingu, gott borðpláss, korkflísar á gólfi, flísar á milli skápa.
Barnaherbergi: með parketi á gólfi.
Stofa: rúmgóð og björt með parketi á gólfi, útgengt út á verönd sem snýr í vestur.
Húsið hefur fengið gott viðhald, 2015 var skipt um hluta af gluggum og húsið málað. Dren var lagt sunnan og austan við húsið árið 2020 og sameign máluð 2021. Íbúðin er á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík. Hvassaleitisskóli og Breiðagerðisskóli í stuttu göngufæri. Örstutt í samgöngur, verslun og þjónustu og helstu stofnæðar.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk