Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Reykjabraut 17, 815 Þorlákshöfn: Um er að ræða gott og vel skipulagt 4ra herbergja einbýlishús og bílskúr. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 139,4 fm. þ.a er bílskúr 34,3 fm. Fallegur skjólsæll garður með heitum potti og góð staðsetning miðsvæðis í Þorlákshöfn.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXEignin skiptist í forstofu, stofu / borðstofa, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gang, þvottahús, geymslu (búr) og bílskúr.
Nánari lýsing:Forstofa: Flísalögð forstofa með fatahengi og kommóðu.
Stofan / borðstofa: Rúmgóð og björt, parket á gólfi.
Eldhús: Með góðri Fagus innréttingu, nýr bakaraofn, helluborð,
flísar milli skápa, góður borðkrókur, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi, nýir innfelldir Ikea fataskápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi, nýr hvítur fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, útgengi út á suður sólpall, parket á gólfi.
Gangur: Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Með fallegri innréttingu, upphengdu salerni, sturtu, handklæðaofn, hiti í gólfi, flísar á gólfi og plötur frá Þ.Þ á veggjum.
Þvottahús: Inn af eldhúsi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, útgengi út í garð, vaskur, skápur, hillur, málað gólf.
Geymsla / búr: Inn af þvottahúsi, hillur, dúkur á gólfi.
Bílskúrinn: Rúmgóður bílskúr, heitt og kalt vatn, hiti, 3ja fasa rafmagn, rafhleðslustöð, bílskúrshurðaopnari, hitastýring fyrir heitan pott í bílskúr, ómálað gólf.
Lóð: Fallegur einstaklega skjólsæll og gróinn garður. Framan við húsið er malbikuð innkeyrsla, stétt að og umhverfis húsið er hellulögð. Aftan við húsið er stór suður sólpallur með heitum potti, ljós á palli.
Staðsetning: Smellið hér. Að sögn eiganda er búið að endurnýja eftirfarandi:* Nýr fataskápur í hjónaherbergi og eitt svefnherbergi.
* 2025 Ný blöndunartæki á vaski inn á baðherbergi og ný blöndunartæki í sturtu.
* 2024 Húsið málað að innan.
* 2021 Skipt um rafmagnsrofa og tengla að mestu leiti.
* 2021 Nýjar flísar á forstofu, gang og eldhúsi.
* 2021 Nýtt parket á svefnherbergjum og stofu.
* 2021 Ný loftklæðning í hjónaherbergi og einu svefnherbergi.
* 2021 Nýjar flísar milli skápa í eldhúsi.
* Baðherbergið var endurnýjað 2007.
* Eldhús endurnýjað 2007.
* Flestir gluggar og gler voru endurnýjaðir 2002.
GÓÐ EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.