Fasteignasalan TORG og Margrét Rós löggiltur fasteignasali kynna í sölu fallegt og vel við haldið 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með sérstæðum tvöföldum bílskúr og stórum garði við Smáratún 11, 225 Garðabæ. Eignin skiptist eftirfarandi, á neðri hæð er eitt svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og rúmgóð stofa með útgengi á timburverönd til suðurs, borðstofa og eldhús. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol og stórt baðherbergi. Aftan við hús er stór og gróinn garður ásamt timburverönd og heitum potti. Bílskúrinn er tvöfaldur með hita, rafmagni og millilofti. Öll aðkoma að húsinu er til fyrirmyndar, innkeyrsla og bílastæði eru hellulögð. Allar nánari upplýsingar veitir
Margrét Rós lgf. í s.
856-5858 eða
margret@fstorg.is*** SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT ***Um er að ræða vel staðsett fjölskylduhús í barnvænu og rólegu umhverfi þar sem leik- og grunnskólar eru í göngufæri ásamt íþróttaaðstöðu og sundlaug. Fallegar gönguleiðir um nesið og stutt í ósnorta náttúruna til að njóta útiverunnar.
Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 228,5 m2 og þarf af er bílskúr 56 m2Nánari skipting og lýsing á eignarhlutum:Jarðhæð: Komið er inn um aðalinngang í
forstofu og þar inn af er inngengur fataskápur á vinstri hlið, en á hægri hlið er
þvottaherbergi með innréttingu og útihurð. Næst kemur
gestasalerni og þar á eftir
herbergi með útgengi á
verönd. Inn af forstofugangi er komið í opið og bjart
alrými með
eldhús,
borðstofu og
stofu sem er með útgengi á
timburverönd til suðurs.
Efri hæð: Gengið er upp tvískiptan timburstiga upp á efri hæð í opið rými með
sjónvarpshol sem tengir saman allar vistaverur þar. Þar eru alls fjögur
svefnherbergi ásamt
hjónaherberginu og stórt
baðherbergi með baðkari. Fyrir ofan efri hæð er einnig
risloft sem aðgengi er að úr tveimur herbergjum.
Bílskúr: Tvöfalldur bílskúr með hita og rafmagni stendur við hlið hússins og er hann skráður 56 m
2 að stærð. Tvær
bílskúrshurðir með rafmagnsopnun og þrír stórir gluggar með opnanlegu fagi. Geymslu
milliloft er yfir stórum hluta bílskúrs og innangengt er um
útidyrahurð á hlið bílskúrs. Býður upp á möguleika á auka íbúð.
Pallur: Stór
sólpallur er aftan við hús og á honum er
heitur pottur með smíðaðri umgjörð.
Gólfefni: Á neðri hæð er fallegt
viðarparket á stofu, hluta allrýmis og herbergi. En
flísar eru á gólfum í eldhúsi, borðstofu, þvottaherbergi, gestasalerni og forstofu. Á efri hæð eru
viðarparket á öllu gólfi, utan baðherbergis þar sem eru
flísar.
VILTU VITA HVERS VIRÐI ÞÍN FASTEIGN ER Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMATFramkvæmdir og viðhald síðustu ára:- Skipt var um þakskegg á húsi (2016)
- Húsið var klætt með bárujárni (2020)
- Nýr sólpallur reistur ásamt umgjörð utan um heitan pott (2020)
- Skipt um glugga á suðurhlið hússins (2020-2024)
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@fstorg.isErtu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmatVILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINAUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.